Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:10 Leifar þess sem Úkraínuher segir íranskan Shahed-dróna sem var skotinn niður nærri borginni Kúpjansk. AP/Úkraínuher Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu. Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu.
Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17
Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54