Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 23:30 Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu í gær. Getty/McNamee Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó útlit sé fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. „Byrjar þetta aftur, falsaðar kosningar,“ segir Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneita úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Lýræðið sjálft á kjörseðlinum Repúblikanar hafa verið duglegir að skapa efa um komandi þingkosningar og voru ekki lengi að bregðast við ummælum yfirmanns kjörstjórnar í Pennsylvaníu sem hann lét falla í viðtali í síðustu viku. Í ummælunum kom meðal annars fram að nokkra daga gæti tekið að telja atkvæði í fylkinu. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtti tækifærið og gerði ummælin tortryggileg. Hann velti því meðal annars upp hvers vegna það væri aðeins í „bláum borgum demókrata“ sem talning atkvæða tæki svo langan tíma. Í öðrum fylkjum væri það einfaldlega gert á kosninganótt. CNN segir ummæli Cruz röng. Fyrir utan þá staðreynd að atkvæði séu bersýnilega fleiri í stærri - og oft „bláum“ borgum - sé reglulega ómögulegt að klára talningu atkvæða á kosninganótt, allt eins í fylkjum sem almennt hafa verið hliðholl repúblikönum. Í sumum „rauðum“ fylkjum hafi utankjörfundaratkvæði jafnvel verið talin mörgum dögum eftir kosningar. Þá hafi almenningi jafnan verið kleift að lagfæra vankanta á framkvæmd við kosningu, til að mynda með því að framvísa skilríkjum, mörgum dögum eftir kjördag. Demókratar hafa harmað málflutning repúblikana undanfarnar vikur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði við því í gær að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður: „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó útlit sé fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. „Byrjar þetta aftur, falsaðar kosningar,“ segir Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneita úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Lýræðið sjálft á kjörseðlinum Repúblikanar hafa verið duglegir að skapa efa um komandi þingkosningar og voru ekki lengi að bregðast við ummælum yfirmanns kjörstjórnar í Pennsylvaníu sem hann lét falla í viðtali í síðustu viku. Í ummælunum kom meðal annars fram að nokkra daga gæti tekið að telja atkvæði í fylkinu. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtti tækifærið og gerði ummælin tortryggileg. Hann velti því meðal annars upp hvers vegna það væri aðeins í „bláum borgum demókrata“ sem talning atkvæða tæki svo langan tíma. Í öðrum fylkjum væri það einfaldlega gert á kosninganótt. CNN segir ummæli Cruz röng. Fyrir utan þá staðreynd að atkvæði séu bersýnilega fleiri í stærri - og oft „bláum“ borgum - sé reglulega ómögulegt að klára talningu atkvæða á kosninganótt, allt eins í fylkjum sem almennt hafa verið hliðholl repúblikönum. Í sumum „rauðum“ fylkjum hafi utankjörfundaratkvæði jafnvel verið talin mörgum dögum eftir kosningar. Þá hafi almenningi jafnan verið kleift að lagfæra vankanta á framkvæmd við kosningu, til að mynda með því að framvísa skilríkjum, mörgum dögum eftir kjördag. Demókratar hafa harmað málflutning repúblikana undanfarnar vikur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði við því í gær að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður: „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent