Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 14:41 Kausea Natano, forsætisráðherra Túvalú, í pontu á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Loftslagsváin er óvíða eins aðsteðjandi og í heimalandi hans en eyjurnar sökkva nú í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Peter Dejong Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent