Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2022 16:14 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15