Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 11:48 Úkraínskur hermaður í Kherson-héraði. Getty/Metin Aktas Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. Fregnir af svæðinu eru enn nokkuð óljósar en útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi náð að sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson. Í gær bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu náð tökum á bænum Snihurivka, sem liggur beint norður af Kherson-borg, eftir harða bardaga við Rússa. Í kjölfarið hafa frásagnir af undanhaldi Rússa frá svæðinu orðið háværari. Rússar eru sagðir hafa sprengt brýr suður af Snihurivka í morgun og í nótt, til að gera Úkraínumönnum erfiðara að sækja áfram þar. Þá eru Rússar einnig sagðir hafa sprengt upp fleiri brýr þar sem Úkraínumenn hafa einnig verið að sækja fram. Destroyed bridge on the Snihurivka- Kherson direction /2 pic.twitter.com/P5bKiCsqji— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) November 9, 2022 Úkraínumenn hafa einnig sótt fram gegn Rússum á austurhluta víglínunnar í Kherson og þá með bökkum Dnipro. Rússar hafa um nokkurra vikna skeið gefið í skyn að þeir ætli að hörfa frá vesturbakka Dnipro og þar með Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sínar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Á sama tíma og Rússar hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum hafa þeir sent aðra í staðinn og flutt hergögn á svæðið. Leppstjórar Rússa í héraðinu hafa sömuleiðis talað um undanhald hersins. Úkraínumenn hafa hins vegar sagt að ekkert fararsnið væri á Rússum og að líklega væru Rússar að reyna að laða úkraínska hermenn í gildru í kringum Kherson-borg, þar sem Rússar hefðu verið að byggja upp varnir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Fregnir af svæðinu eru enn nokkuð óljósar en útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi náð að sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson. Í gær bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu náð tökum á bænum Snihurivka, sem liggur beint norður af Kherson-borg, eftir harða bardaga við Rússa. Í kjölfarið hafa frásagnir af undanhaldi Rússa frá svæðinu orðið háværari. Rússar eru sagðir hafa sprengt brýr suður af Snihurivka í morgun og í nótt, til að gera Úkraínumönnum erfiðara að sækja áfram þar. Þá eru Rússar einnig sagðir hafa sprengt upp fleiri brýr þar sem Úkraínumenn hafa einnig verið að sækja fram. Destroyed bridge on the Snihurivka- Kherson direction /2 pic.twitter.com/P5bKiCsqji— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) November 9, 2022 Úkraínumenn hafa einnig sótt fram gegn Rússum á austurhluta víglínunnar í Kherson og þá með bökkum Dnipro. Rússar hafa um nokkurra vikna skeið gefið í skyn að þeir ætli að hörfa frá vesturbakka Dnipro og þar með Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sínar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Á sama tíma og Rússar hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum hafa þeir sent aðra í staðinn og flutt hergögn á svæðið. Leppstjórar Rússa í héraðinu hafa sömuleiðis talað um undanhald hersins. Úkraínumenn hafa hins vegar sagt að ekkert fararsnið væri á Rússum og að líklega væru Rússar að reyna að laða úkraínska hermenn í gildru í kringum Kherson-borg, þar sem Rússar hefðu verið að byggja upp varnir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15
Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53
Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29
75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10