Vona að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 23:31 Ósprungin eldllaug við Zakitne í Úkraínu. Myndin var tekin í gær. AP Photo/Andriy Andriyenko Úkraínskir embættismenn telja að það muni taka rússneskt herlið minnst eina viku að hörfa frá vesturbakka Dnipro-ár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínski herinn hefur frelsað 41 byggð á svæðinu að sögn forseta Úkraínu. Íbúar á svæðinu fögnuðu fyrstu nótt þagnar frá því að stríðið hófst og vona að það þýði að Rússarnir séu farnir fyrir fullt og allt. Í gær lýsti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því yfir í beinni útsendingu að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Þessu hafa úkraínskir embættismenn tekið með miklum fyrirvara. Óttast þeir að mögulega ætli Rússar að egna einhvers konar gildru fyrir úkraínska herinn Kherson-borg. Hvort sem að það standi til eða ekki telja úkraínskir ráðamenn að rússneski herinn muni ekki hverfa frá svæðinu á einni nóttu. Telja þeir að um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn séu í borginni og nærliggjandi svæðum. „Það er ekki auðvelt að draga þetta herlið í burtu á einum eða tveimur dögum. Ein vika, hið minnsta,“ hefur Reuters eftir Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. Þáttaskil Heimildarmenn Reuters innan vestrænna herja og utanríkisráðuneyta vara þó við því að þetta þýði ekki að stríðið sé við það að taka enda, þó flokka megi ákvörðun Rússa í sigurdálk Úkraínu. „Þetta eru vissulega þáttaskil en þetta þýðir ekki að Rússland hafi tapað eða Úkraína sigrað,“ hefur Reuters eftir Ben Barry, rannsakanda hjá International Institute for Strategic Studies í Lundúnum. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í kvöld, að úkraínski herinn hafi frelsað 41 byggð með sókn sinni á svæðinu að undanförnu. Töluverðu púðri hefur verið eytt í að fara inn á svæðið til að eyða jarðsprengjum og öðrum búnaði sem Rússar hafa skilið eftir á svæðinu. Myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska íbúa í byggðalögum sem Rússar hafa hertekið en nú yfirgefið fagna úkraínska hernum. There will be many such videos of jubilation from liberated villages of Kherson and Mykolaiv regions in the next few days. This one is from Pavlivka, also from local social media. pic.twitter.com/qt5bEGnYVV— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 10, 2022 Í þorpi sem hefur verið í eldlínunni frá því að stríðið hófst fögnuðu íbúar því að byssurnar höfðu þagnað, í fyrsta skipti frá því að stríðið hófst. „Við vonum að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir,“ hefur Reuters eftir hinni 85 ára Nadiu Nizarenko. Here's a short clip of liberated Ukrainians seeing us for the first time.We had this all day yesterday and the day before! 🥹Like the hundreds of people we met, we also were almost overcome with emotion and tiredness. We pushed hard and fast. This is the result, happy faces ♥️ pic.twitter.com/V9BincVLJ2— Macer Gifford (@macergifford) November 10, 2022 Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10. nóvember 2022 11:53 Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22 Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9. nóvember 2022 15:19 Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í gær lýsti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því yfir í beinni útsendingu að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Þessu hafa úkraínskir embættismenn tekið með miklum fyrirvara. Óttast þeir að mögulega ætli Rússar að egna einhvers konar gildru fyrir úkraínska herinn Kherson-borg. Hvort sem að það standi til eða ekki telja úkraínskir ráðamenn að rússneski herinn muni ekki hverfa frá svæðinu á einni nóttu. Telja þeir að um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn séu í borginni og nærliggjandi svæðum. „Það er ekki auðvelt að draga þetta herlið í burtu á einum eða tveimur dögum. Ein vika, hið minnsta,“ hefur Reuters eftir Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. Þáttaskil Heimildarmenn Reuters innan vestrænna herja og utanríkisráðuneyta vara þó við því að þetta þýði ekki að stríðið sé við það að taka enda, þó flokka megi ákvörðun Rússa í sigurdálk Úkraínu. „Þetta eru vissulega þáttaskil en þetta þýðir ekki að Rússland hafi tapað eða Úkraína sigrað,“ hefur Reuters eftir Ben Barry, rannsakanda hjá International Institute for Strategic Studies í Lundúnum. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í kvöld, að úkraínski herinn hafi frelsað 41 byggð með sókn sinni á svæðinu að undanförnu. Töluverðu púðri hefur verið eytt í að fara inn á svæðið til að eyða jarðsprengjum og öðrum búnaði sem Rússar hafa skilið eftir á svæðinu. Myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska íbúa í byggðalögum sem Rússar hafa hertekið en nú yfirgefið fagna úkraínska hernum. There will be many such videos of jubilation from liberated villages of Kherson and Mykolaiv regions in the next few days. This one is from Pavlivka, also from local social media. pic.twitter.com/qt5bEGnYVV— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 10, 2022 Í þorpi sem hefur verið í eldlínunni frá því að stríðið hófst fögnuðu íbúar því að byssurnar höfðu þagnað, í fyrsta skipti frá því að stríðið hófst. „Við vonum að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir,“ hefur Reuters eftir hinni 85 ára Nadiu Nizarenko. Here's a short clip of liberated Ukrainians seeing us for the first time.We had this all day yesterday and the day before! 🥹Like the hundreds of people we met, we also were almost overcome with emotion and tiredness. We pushed hard and fast. This is the result, happy faces ♥️ pic.twitter.com/V9BincVLJ2— Macer Gifford (@macergifford) November 10, 2022
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10. nóvember 2022 11:53 Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22 Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9. nóvember 2022 15:19 Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
„Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10. nóvember 2022 11:53
Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22
Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9. nóvember 2022 15:19
Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48