Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 13:39 Nicholas Rossi fyrir utan dómshús í Edinborg. AP/Jane Barlow Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna. Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna.
Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira