Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 14:56 Bylgja mótmæla hófst í Íran í kjölfar dauða Möhsu Amini í haldi siðgæðislögreglunnar í september. Síðan þá hafa nokkrar táningsstúlkur látið lífið en yfirvöld neita því að bera ábyrgð á dauða þeirra frekar en Amini. AP/Markus Schreiber Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. Myndband sem fór í dreifingu á fimmtudag sýnir írönsku bogfimikonuna Parmida Ghasemi leyfa höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndbandið mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Ghasemi er ekki fyrsta íþróttakonan sem virðist mótmæla ástandinu í heimalandi sínu en í síðasta mánuði gerði klifurkonan Elnaz Rekabi slíkt hið sama. Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu án höfuðklútar. Rekabi baðst á endanum afsökunar á því að hafa borið klútinn en tilkynningu þess efnis skrifaði hún á Instagram. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að hún hefði verið þvinguð til þess að biðjast afsökunar. Mótmæli íþróttakvenna eru þau ekki þau einu sem hafa valdið usla meðal íranskra stjórnvalda en íranski þingheimurinn skilaði frá sér bréfi á dögunum þar sem dómarastéttin er hvött til þess að sýna mótmælendum meiri hörku en gert hefur verið hingað til. Greint hefur verið frá því að 227 af 290 þingmönnum Íran hafi undirritað bréfið. Ríkið hafi einnig ákært í það minnsta þúsund manns fyrir meinta þátttöku þeirra í mótmælunum í kjölfar andláts Amini. Tugir þeirra hafi verið kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Einn þeirra sem á yfir höfði sér dauðadóm vegna mótmælanna er íranski rapparinn Saman Yasin. Yasin er sagður hafa verið hávær stuðningsmaður mótmælenda og þeirra sem leggist gegn stjórnvöldum í Íran. Þessu greinir Guardian frá. Mannréttindasamtök óttast nú að írönsk stjórnvöld hleypi nú af stað blóðugum hefndaraðgerðum til þess að reyna að þagga niður í mótmælendum og binda enda á mótmælin. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Myndband sem fór í dreifingu á fimmtudag sýnir írönsku bogfimikonuna Parmida Ghasemi leyfa höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndbandið mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Ghasemi er ekki fyrsta íþróttakonan sem virðist mótmæla ástandinu í heimalandi sínu en í síðasta mánuði gerði klifurkonan Elnaz Rekabi slíkt hið sama. Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu án höfuðklútar. Rekabi baðst á endanum afsökunar á því að hafa borið klútinn en tilkynningu þess efnis skrifaði hún á Instagram. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að hún hefði verið þvinguð til þess að biðjast afsökunar. Mótmæli íþróttakvenna eru þau ekki þau einu sem hafa valdið usla meðal íranskra stjórnvalda en íranski þingheimurinn skilaði frá sér bréfi á dögunum þar sem dómarastéttin er hvött til þess að sýna mótmælendum meiri hörku en gert hefur verið hingað til. Greint hefur verið frá því að 227 af 290 þingmönnum Íran hafi undirritað bréfið. Ríkið hafi einnig ákært í það minnsta þúsund manns fyrir meinta þátttöku þeirra í mótmælunum í kjölfar andláts Amini. Tugir þeirra hafi verið kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Einn þeirra sem á yfir höfði sér dauðadóm vegna mótmælanna er íranski rapparinn Saman Yasin. Yasin er sagður hafa verið hávær stuðningsmaður mótmælenda og þeirra sem leggist gegn stjórnvöldum í Íran. Þessu greinir Guardian frá. Mannréttindasamtök óttast nú að írönsk stjórnvöld hleypi nú af stað blóðugum hefndaraðgerðum til þess að reyna að þagga niður í mótmælendum og binda enda á mótmælin.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54