Selenskí heimsótti Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 10:46 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, með úkraínskum hermönnum í Kherson. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson. Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust. Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði. The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson. Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022 Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun. Vólódímír Selenskí í Kherson.AP/Bernat Armangue Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum. Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar. Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var. Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson. Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust. Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði. The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson. Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022 Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun. Vólódímír Selenskí í Kherson.AP/Bernat Armangue Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum. Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar. Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var. Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23
Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46
Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48