Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:58 Rafmagnslaust er í miðborg Kænugarð í Úkraínu eftir flugskeytaárásir Rússa í dag. Svo virðist sem að eldflaugar hafi farið yfir landamærin og lent í Póllandi. AP/Andrew Kravchenko Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. AP-fréttastofan hefur eftir háttsettum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesku flugskeytin hafi farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og orðið tveimur að bana síðdegis. Pólskir fjölmiðlar segja að flugskeytin hafi komið niður á svæði þar sem verið var að þurrka korn í Przewodów nærri landamærunum. Slökkviliðsmenn á vettvangi segja Reuters-fréttastofunni að ekki sé ljóst hvað gerðist en að tveir hafi látist í sprengingu í þorpinu. Piotr Mueller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, vildi ekki staðfesta fregnirnar en sagði að ráðamenn sætu nú neyðarfund. Pólland er í Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu sem pólska stjórnin sendi frá sér kemur fram að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Andrzej Duda, forseti, hafi kallað saman fund þjóðaröryggisráðs landsins. Rzecznik rz du @PiotrMuller: W zwi zku z zaistnia sytuacj kryzysow premier @MorawieckiM w porozumieniu z @prezydentpl @AndrzejDuda zarz dzi zwo anie spotkania w @BBN_PL z cz onkami Komitetu do spraw Bezpiecze stwa Narodowego i Spraw Obronnych. pic.twitter.com/w1nfhF1qNI— Kancelaria Premiera (@PremierRP) November 15, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það fullyrti að engu rússneskum vopnum hefði verið beitt nærri landamærum Úkraínu og Póllands. Sakaði það pólsk stjórnvöld um að reyna að stigmagna átökin í Úkraínu. Bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest að svo stöddu að flugskeytin hafi verið rússnesk. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýrmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu, fullyrti hins vegar í kvöld að árásin á Pólland hefði ekki verið slys heldur viljandi „kveðja“ frá Rússum, dulbúin sem mistök. Strikes on Poland s territory not an accident, but a deliberately planned "hello" from Russia, disguised as a "mistake". This happens when evil goes unpunished and politicians engage in "pacification" of aggressor. Ru-terrorist regime must be stopped. Condolences to the dead.— (@Podolyak_M) November 15, 2022 Einhverjar umfangsmestu árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Margar eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Fréttaritari BBC segir nokkrar skýringar koma til greina á sprengingunni. Mögulega kunni flugskeyti að hafa bilað þannig að þau fóru af leið eða að úkraínskt loftvarnarkerfi hafi ýtt þeim frá ætluðu skotmarki þeirra. Haft er eftir Kurt Volker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, að líklega hafi verið um slys að ræða en NATO ætti að krefja Rússa skýringa. Rússnesk flugskeyti eru sögð hafa hæft nágrannaríkið Moldóvu sömuleiðis og valdið stórfelldu rafmagnsleysi. Eystrasaltsríki lýsa yfir samstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði í tísti í kvöld að hún hefði óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna „árásar Rússa á Pólland“. Vildi hún að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mættu til fundarins. Til greina hljóti að koma að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi. Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022 Utanríkisráðuneyti Eistlands lýsti áhyggjum af fregnunum af flugskeytunum sem lentu í Póllandi í kvöld. Í tíst sagðist það í nánu samráði við Pólverja og aðra bandamenn. „Eistland er tilbúið að verja hverja einustu örðu af landsvæði NATO. Við stöndum fyllilega með nánu bandalagsríki okkar Póllandi.“ Latest news from Poland is most concerning. We are consulting closely with Poland and other Allies. Estonia is ready to defend every inch of NATO territory. We re in full solidarity with our close ally Poland — Estonian MFA | #StandWithUkraine (@MFAestonia) November 15, 2022 Gitanas Nauséda, forseti Litháens, tók í sama streng í kvöld. Í tísti sagðist hann í nánu sambandi við Pólverja og sagði Litháa standa þétt við bakið á þeim. Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania stands in strong solidarity with Poland . Every inch of #NATO territory must be defended!— Gitanas Naus da (@GitanasNauseda) November 15, 2022 Fréttin verður uppfærð. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir háttsettum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesku flugskeytin hafi farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og orðið tveimur að bana síðdegis. Pólskir fjölmiðlar segja að flugskeytin hafi komið niður á svæði þar sem verið var að þurrka korn í Przewodów nærri landamærunum. Slökkviliðsmenn á vettvangi segja Reuters-fréttastofunni að ekki sé ljóst hvað gerðist en að tveir hafi látist í sprengingu í þorpinu. Piotr Mueller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, vildi ekki staðfesta fregnirnar en sagði að ráðamenn sætu nú neyðarfund. Pólland er í Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu sem pólska stjórnin sendi frá sér kemur fram að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Andrzej Duda, forseti, hafi kallað saman fund þjóðaröryggisráðs landsins. Rzecznik rz du @PiotrMuller: W zwi zku z zaistnia sytuacj kryzysow premier @MorawieckiM w porozumieniu z @prezydentpl @AndrzejDuda zarz dzi zwo anie spotkania w @BBN_PL z cz onkami Komitetu do spraw Bezpiecze stwa Narodowego i Spraw Obronnych. pic.twitter.com/w1nfhF1qNI— Kancelaria Premiera (@PremierRP) November 15, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það fullyrti að engu rússneskum vopnum hefði verið beitt nærri landamærum Úkraínu og Póllands. Sakaði það pólsk stjórnvöld um að reyna að stigmagna átökin í Úkraínu. Bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest að svo stöddu að flugskeytin hafi verið rússnesk. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýrmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu, fullyrti hins vegar í kvöld að árásin á Pólland hefði ekki verið slys heldur viljandi „kveðja“ frá Rússum, dulbúin sem mistök. Strikes on Poland s territory not an accident, but a deliberately planned "hello" from Russia, disguised as a "mistake". This happens when evil goes unpunished and politicians engage in "pacification" of aggressor. Ru-terrorist regime must be stopped. Condolences to the dead.— (@Podolyak_M) November 15, 2022 Einhverjar umfangsmestu árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Margar eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Fréttaritari BBC segir nokkrar skýringar koma til greina á sprengingunni. Mögulega kunni flugskeyti að hafa bilað þannig að þau fóru af leið eða að úkraínskt loftvarnarkerfi hafi ýtt þeim frá ætluðu skotmarki þeirra. Haft er eftir Kurt Volker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, að líklega hafi verið um slys að ræða en NATO ætti að krefja Rússa skýringa. Rússnesk flugskeyti eru sögð hafa hæft nágrannaríkið Moldóvu sömuleiðis og valdið stórfelldu rafmagnsleysi. Eystrasaltsríki lýsa yfir samstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði í tísti í kvöld að hún hefði óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna „árásar Rússa á Pólland“. Vildi hún að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mættu til fundarins. Til greina hljóti að koma að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi. Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022 Utanríkisráðuneyti Eistlands lýsti áhyggjum af fregnunum af flugskeytunum sem lentu í Póllandi í kvöld. Í tíst sagðist það í nánu samráði við Pólverja og aðra bandamenn. „Eistland er tilbúið að verja hverja einustu örðu af landsvæði NATO. Við stöndum fyllilega með nánu bandalagsríki okkar Póllandi.“ Latest news from Poland is most concerning. We are consulting closely with Poland and other Allies. Estonia is ready to defend every inch of NATO territory. We re in full solidarity with our close ally Poland — Estonian MFA | #StandWithUkraine (@MFAestonia) November 15, 2022 Gitanas Nauséda, forseti Litháens, tók í sama streng í kvöld. Í tísti sagðist hann í nánu sambandi við Pólverja og sagði Litháa standa þétt við bakið á þeim. Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania stands in strong solidarity with Poland . Every inch of #NATO territory must be defended!— Gitanas Naus da (@GitanasNauseda) November 15, 2022 Fréttin verður uppfærð.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira