Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 22:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. Taugatitringur hefur gripið um sig á meðal Atlantshafsbandalagsríkja eftir að fregnir bárust af því að flugskeyti sem kom yfir landamærin að Úkraínu hefði fellt tvo í bæ í austanverðu Póllandi síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustmanni að rússnesk flugskeyti hefðu lent í Póllandi. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Viðbúnaður pólska hersins var aukinn í kjölfarið og meta stjórnvöld þar nú hvort þau eigi að virkja ákvæði stofnasáttmála NATO um samráð þegar öryggi aðildarríkis er ógnað. Stofnsáttmálinn gerir ennfremur ráð fyrir því að árás á eitt aðildarríki teljist árás á þau öll. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendiherrar NATO-ríkja fundi á morgun að beiðni Pólverja. Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur meðal annars rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra NATO-ríkja hafa lýst þungum áhyggjum af vendingunum. Í tísti sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi frá sér í kvöld lýsti hún fréttunum frá Póllandi sem áhyggjuefni. „Ísland stendur með pólsku þjóðinni og við fylgjumst grannt með atburðum,“ tísti hún. Alarming news from Poland where innocent lives have been lost. Iceland stands with the people of Poland and we are monitoring events closely.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 15, 2022 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tísti á svipuðum nótum í kvöld. Sendi hún Pólverjum samúðarkveðjur vegna mannfallsins í því sem hún sagði ógnvekjandi sprengingum þar. Our condolences to those who have lost loved ones in the frightening explosions in Poland today. We will monitor the situation closely as the facts emerge.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 15, 2022 Ríkisútvarpið segir að upplýsingafundur með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og utanríkismálanefnd Alþingis vegna atburðanna í Póllandi verði haldinn í fyrramálið. Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Taugatitringur hefur gripið um sig á meðal Atlantshafsbandalagsríkja eftir að fregnir bárust af því að flugskeyti sem kom yfir landamærin að Úkraínu hefði fellt tvo í bæ í austanverðu Póllandi síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustmanni að rússnesk flugskeyti hefðu lent í Póllandi. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Viðbúnaður pólska hersins var aukinn í kjölfarið og meta stjórnvöld þar nú hvort þau eigi að virkja ákvæði stofnasáttmála NATO um samráð þegar öryggi aðildarríkis er ógnað. Stofnsáttmálinn gerir ennfremur ráð fyrir því að árás á eitt aðildarríki teljist árás á þau öll. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendiherrar NATO-ríkja fundi á morgun að beiðni Pólverja. Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur meðal annars rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra NATO-ríkja hafa lýst þungum áhyggjum af vendingunum. Í tísti sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi frá sér í kvöld lýsti hún fréttunum frá Póllandi sem áhyggjuefni. „Ísland stendur með pólsku þjóðinni og við fylgjumst grannt með atburðum,“ tísti hún. Alarming news from Poland where innocent lives have been lost. Iceland stands with the people of Poland and we are monitoring events closely.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 15, 2022 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tísti á svipuðum nótum í kvöld. Sendi hún Pólverjum samúðarkveðjur vegna mannfallsins í því sem hún sagði ógnvekjandi sprengingum þar. Our condolences to those who have lost loved ones in the frightening explosions in Poland today. We will monitor the situation closely as the facts emerge.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 15, 2022 Ríkisútvarpið segir að upplýsingafundur með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og utanríkismálanefnd Alþingis vegna atburðanna í Póllandi verði haldinn í fyrramálið.
Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira