Ríkið sýknað af kröfu manns sem fær ekki að heita Lúsífer Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu karlmanns sem í tvígang hefur óskað eftir því að fá eiginnafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd en fengið synjun á grundvelli þess að Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins. Í málinu reyndi meðal annars á það að hvaða marki dómstólar geta endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar sem stjórnvalds. Maðurinn kvaðst hafa verið þekktur undir nafninu Lúsífer í rúm 20 ár en þar sem að Lúsífer hefur ekki verið samþykkt sem eiginnafn þá hefur hann ekki getað breytt nafni sínu í þjóðskrá. Hann sendi því erindi til mannanafnanefndar í desember 2019, þar sem hann óskaði eftir því að eiginnafnið Lúsífer yrði samþykkt. Í janúar 2020 kvað Mannanafnanefnd upp þann úrskurð að beiðni mannsins væri hafnað á grundvelli þess að nafnið Lúsífer væri eitt af nöfnum djöfulsins. Taldi mannanafnanefnd ljóst að það gæti orðið nafnbera til ama. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, annars vegar til ógildingar á framangreindum úrskurði mannanafnanefndar og hins vegar til viðurkenningar á því að hann mætti bera eiginnafnið Lúsífer. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á fyrri kröfuna en þeirri seinni var vísað frá. Maðurinn óskaði þá eftir því að mál hans yrði tekið fyrir að nýju hjá mannanafnanefnd. Var málið endurupptekið og hafnað, rétt eins og í fyrra sinnið. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir dómstólum. Nafnauðkenning samofin persónuleika manna Málsrök mannsins voru meðal annars þau að jafnræðisregla hefði verið brotin gagnvart honum, brotið hefði verið á réttindum hans til trúfrelsis og sömuleiðis friðhelgi hans til einkalífs. Hann vísaði einnig til þess að frá fornu fari hafi það verið viðtekin regla í mannlegu samfélagi að hver einstaklingur beri ákveðið nafn til auðkenningar frá öðrum mönnum. Nafnauðkenning væri samofin persónuleika manna, bæði í eigin vitund og í hugum annarra. Nafnið væri því hluti af manninum, bæði í huglægum og félagslegum skilningi. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að nefndinni hafi réttilega borið að horfa til þess hvaða merkingu nafnið Lúsífer getur haft og hvaða skilning megi ætla að almenningur leggi í orðið miðað við málvitund nú á tímum. Þá hafi nefndinni sömuleiðis borið að hafa hugföst ummæli í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi þess efnis að fara bæri mjög varlega við beitingu þess og að eingöngu bæri að hafna beiðni um eiginnafn væri talið ljóst að nafngiftin teldist neikvæð og óvirðuleg. Taldi dómurinn víst að nefndin hefði gert það. Héraðsdómur mat það svo að stefndandinn hefði ekki lagt fram nein gögn eða sett fram haldbær rök sem hnekkt gætu því mati mannanafnanefndar að eiginnafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama. Taldi dómurinn sannað með gögnum málsins að mannanafnanefnd hefði staðið rétt að ákvörðun sinni og niðurstaða nefndarinnar hefði verið byggð á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Með hliðsjón af því taldi dómurinn að ekki væri ástæða til að hrófla við mati nefndarinnar eða niðurstöðu. Hér má lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3. júní 2022 16:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Maðurinn kvaðst hafa verið þekktur undir nafninu Lúsífer í rúm 20 ár en þar sem að Lúsífer hefur ekki verið samþykkt sem eiginnafn þá hefur hann ekki getað breytt nafni sínu í þjóðskrá. Hann sendi því erindi til mannanafnanefndar í desember 2019, þar sem hann óskaði eftir því að eiginnafnið Lúsífer yrði samþykkt. Í janúar 2020 kvað Mannanafnanefnd upp þann úrskurð að beiðni mannsins væri hafnað á grundvelli þess að nafnið Lúsífer væri eitt af nöfnum djöfulsins. Taldi mannanafnanefnd ljóst að það gæti orðið nafnbera til ama. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, annars vegar til ógildingar á framangreindum úrskurði mannanafnanefndar og hins vegar til viðurkenningar á því að hann mætti bera eiginnafnið Lúsífer. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á fyrri kröfuna en þeirri seinni var vísað frá. Maðurinn óskaði þá eftir því að mál hans yrði tekið fyrir að nýju hjá mannanafnanefnd. Var málið endurupptekið og hafnað, rétt eins og í fyrra sinnið. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir dómstólum. Nafnauðkenning samofin persónuleika manna Málsrök mannsins voru meðal annars þau að jafnræðisregla hefði verið brotin gagnvart honum, brotið hefði verið á réttindum hans til trúfrelsis og sömuleiðis friðhelgi hans til einkalífs. Hann vísaði einnig til þess að frá fornu fari hafi það verið viðtekin regla í mannlegu samfélagi að hver einstaklingur beri ákveðið nafn til auðkenningar frá öðrum mönnum. Nafnauðkenning væri samofin persónuleika manna, bæði í eigin vitund og í hugum annarra. Nafnið væri því hluti af manninum, bæði í huglægum og félagslegum skilningi. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að nefndinni hafi réttilega borið að horfa til þess hvaða merkingu nafnið Lúsífer getur haft og hvaða skilning megi ætla að almenningur leggi í orðið miðað við málvitund nú á tímum. Þá hafi nefndinni sömuleiðis borið að hafa hugföst ummæli í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi þess efnis að fara bæri mjög varlega við beitingu þess og að eingöngu bæri að hafna beiðni um eiginnafn væri talið ljóst að nafngiftin teldist neikvæð og óvirðuleg. Taldi dómurinn víst að nefndin hefði gert það. Héraðsdómur mat það svo að stefndandinn hefði ekki lagt fram nein gögn eða sett fram haldbær rök sem hnekkt gætu því mati mannanafnanefndar að eiginnafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama. Taldi dómurinn sannað með gögnum málsins að mannanafnanefnd hefði staðið rétt að ákvörðun sinni og niðurstaða nefndarinnar hefði verið byggð á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Með hliðsjón af því taldi dómurinn að ekki væri ástæða til að hrófla við mati nefndarinnar eða niðurstöðu. Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3. júní 2022 16:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43
Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3. júní 2022 16:31