Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:30 Úkraínuforseti segir harðast barist í Donetsk. Myndin sýnir Úkraínumenn berjast nærri Bakhmut. AP/LIBKOS Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. Bandaríkjamenn segja auknar loftárásir Rússa meðal annars ætlað að gera Úkraínumenn uppiskroppa með skotfæri fyrir loftvarnakerfi sín. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú vinna að því að efla varnir sínar umhverfis Svatove í Luhansk. Ráðuneytið segir leiðtoga Rússlands líklega vilja forgangsraða því að halda Svatove en skortur á þjálfuðum hermönnum og skotfærum séu að valda þeim vandræðum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 21 November 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf #StandWithUkraine pic.twitter.com/0J5AAllnxg— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2022 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin mun meta stöðu mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í dag, eftir árásir á verið yfir helgina. Byggingar og innviðir í kjarnorkuverinu eru sagðir hafa skemmst í árásunum en þær eru þó ekki taldar hafa ógnað öryggi versins. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segir menn hins vegar „leika sér að eldinum“ með árásum umhverfis kjarnorkuverið. Mykhaylo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, segir tilraunir Vesturlanda til að koma Úkraínumönnum og Rússum að samningaborðinu undarlegar í ljósi sigra Úkraínumanna á vígvellinum. Hann sagði það myndu þýða uppgjöf þess sem hefði nú yfirhöndina. Frakkar hafa sent tvö eldflaugakerfi til viðbótar til Úkraínu og þá hafa nýkjörinn stjórnvöld á Ítalíu lagt fram frumvarp um stuðning við Úkraínu út næsta ár. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Bandaríkjamenn segja auknar loftárásir Rússa meðal annars ætlað að gera Úkraínumenn uppiskroppa með skotfæri fyrir loftvarnakerfi sín. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú vinna að því að efla varnir sínar umhverfis Svatove í Luhansk. Ráðuneytið segir leiðtoga Rússlands líklega vilja forgangsraða því að halda Svatove en skortur á þjálfuðum hermönnum og skotfærum séu að valda þeim vandræðum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 21 November 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf #StandWithUkraine pic.twitter.com/0J5AAllnxg— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2022 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin mun meta stöðu mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í dag, eftir árásir á verið yfir helgina. Byggingar og innviðir í kjarnorkuverinu eru sagðir hafa skemmst í árásunum en þær eru þó ekki taldar hafa ógnað öryggi versins. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segir menn hins vegar „leika sér að eldinum“ með árásum umhverfis kjarnorkuverið. Mykhaylo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, segir tilraunir Vesturlanda til að koma Úkraínumönnum og Rússum að samningaborðinu undarlegar í ljósi sigra Úkraínumanna á vígvellinum. Hann sagði það myndu þýða uppgjöf þess sem hefði nú yfirhöndina. Frakkar hafa sent tvö eldflaugakerfi til viðbótar til Úkraínu og þá hafa nýkjörinn stjórnvöld á Ítalíu lagt fram frumvarp um stuðning við Úkraínu út næsta ár.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira