Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 16:52 Kókaínið sem fannst í trjádrumbum í Hollandi á leið sinni frá Brasilíu til Íslands. Um er að ræða hundrað kíló af efni með styrkleika 81-90 prósent. LRH Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum sem gerður hefur verið opinber á vef Landsréttar. Málið er komið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ekki lengur rannsóknarhagsmunir í húfi varðandi birtingu upplýsinga í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Um er að ræða timburinnflytjandann Pál Jónsson sem var handtekinn ásamt öðrum þann 4. ágúst. Daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og hefur hann verið í því síðan. Við þingfestingu málsins í síðustu viku byrjaði Páll á því að játa brot sitt að hluta. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, greip orðið og áréttaði að hans umbjóðandi neitaði sök hvað þennan hluta málsins ræddi. Átti að fá tíu milljónir, eða fimm Daði Björnsson, þrítugur karlmaður sem er sömuleiðis ákærður, sagðist við þingfestingu í liðinni viku hafa viljað játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Daða frá 22. ágúst að Daði hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu í skýrslutöku daginn eftir handtöku þann 4. ágúst. Hann hafi leigt iðnaðarpláss og hans hlutverk verið að opna drumba sem innihéldu einhver ólögleg efni og koma því áleiðis. Daði skýrði frá því að honum hafi verið tjáð að það væri kókaín í drumbunum. Aðspurður hvað þetta var mikið sagðist hann ekki hafa fengið nákvæma tölu, en það átti að vera einhverjir tugir kílóa. Kvaðst hann hafa átt að fá 10 milljónir fyrir þetta. Aftur var tekin skýrsla af kærða 15. ágúst. Þá skýrði Daði frá því að hann hafi átt að fá fimm milljónir fyrir en ekki tíu. Hann hafi farið eftir þeim fyrirmælum sem hann hafi fengið frá samverkamanni sínum. Hann hafi sjálfur ekki vitað magnið af kókaíni. Neitaði fyrst en játaði svo aðild Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Jóhannesi Páli Durr frá 22. ágúst sem einnig er ákærður í málinu kemur fram að hann hafi upphaflega neitað sök. Aftur hafi verið tekin skýrsla af honum, með viku millibili, og þá hafi hann játað aðild sína að málinu og greint frá hlutverki sínu. Það hafi falist í því að afhenda peninga og koma skilaboðum á milli manna. Þá sæi hann um að útvega farsíma fyrir ákærða Birgi Halldórsson, 27 ára karlmann, og setja upp samskiptaforrit í símum þeirra beggja, sem notuð voru við skipulagningu brotsins. Birgir sagðist við þingfestinguna ekki vera tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Ragnar Björgvinsson, verjandi Birgis, boðaði greinargerð þar sem tekin yrði afstaða til málsins. Ekki hefur verið birtur gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Birgi. Það gæti einfaldlega skýrst af því að verjandi hans hafi ekki kært gæsluvarðhaldsúrskurð úr héraði til Landsréttar. Aðalmeðferð í málinu fer fram í upphafi janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. 16. nóvember 2022 10:26 Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 28. október 2022 12:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum sem gerður hefur verið opinber á vef Landsréttar. Málið er komið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ekki lengur rannsóknarhagsmunir í húfi varðandi birtingu upplýsinga í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Um er að ræða timburinnflytjandann Pál Jónsson sem var handtekinn ásamt öðrum þann 4. ágúst. Daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og hefur hann verið í því síðan. Við þingfestingu málsins í síðustu viku byrjaði Páll á því að játa brot sitt að hluta. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, greip orðið og áréttaði að hans umbjóðandi neitaði sök hvað þennan hluta málsins ræddi. Átti að fá tíu milljónir, eða fimm Daði Björnsson, þrítugur karlmaður sem er sömuleiðis ákærður, sagðist við þingfestingu í liðinni viku hafa viljað játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Daða frá 22. ágúst að Daði hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu í skýrslutöku daginn eftir handtöku þann 4. ágúst. Hann hafi leigt iðnaðarpláss og hans hlutverk verið að opna drumba sem innihéldu einhver ólögleg efni og koma því áleiðis. Daði skýrði frá því að honum hafi verið tjáð að það væri kókaín í drumbunum. Aðspurður hvað þetta var mikið sagðist hann ekki hafa fengið nákvæma tölu, en það átti að vera einhverjir tugir kílóa. Kvaðst hann hafa átt að fá 10 milljónir fyrir þetta. Aftur var tekin skýrsla af kærða 15. ágúst. Þá skýrði Daði frá því að hann hafi átt að fá fimm milljónir fyrir en ekki tíu. Hann hafi farið eftir þeim fyrirmælum sem hann hafi fengið frá samverkamanni sínum. Hann hafi sjálfur ekki vitað magnið af kókaíni. Neitaði fyrst en játaði svo aðild Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Jóhannesi Páli Durr frá 22. ágúst sem einnig er ákærður í málinu kemur fram að hann hafi upphaflega neitað sök. Aftur hafi verið tekin skýrsla af honum, með viku millibili, og þá hafi hann játað aðild sína að málinu og greint frá hlutverki sínu. Það hafi falist í því að afhenda peninga og koma skilaboðum á milli manna. Þá sæi hann um að útvega farsíma fyrir ákærða Birgi Halldórsson, 27 ára karlmann, og setja upp samskiptaforrit í símum þeirra beggja, sem notuð voru við skipulagningu brotsins. Birgir sagðist við þingfestinguna ekki vera tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Ragnar Björgvinsson, verjandi Birgis, boðaði greinargerð þar sem tekin yrði afstaða til málsins. Ekki hefur verið birtur gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Birgi. Það gæti einfaldlega skýrst af því að verjandi hans hafi ekki kært gæsluvarðhaldsúrskurð úr héraði til Landsréttar. Aðalmeðferð í málinu fer fram í upphafi janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. 16. nóvember 2022 10:26 Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 28. október 2022 12:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. 16. nóvember 2022 10:26
Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 28. október 2022 12:45