Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 08:41 Minnisvarði með myndum af fórnarlömbunum fimm sem létust í skotárásinni á Club Q-næturklúbbnum á laugardagskvöld. AP/David Zalubowski Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34