Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 15:32 Slökkviliðsmenn að störfum í úthverfi Kænugarðs. AP/Efrem Lukatsky Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. Öll þrjú kjarnorkuver landsins sem eru í höndum Úkraínumanna hafa misst tengingu við dreifikerfi landsins í kjölfar árása dagsins. Meðal þeirra borga sem eru rafmagnslausar eru Lívív, Ódessa og Kharkív, þar sem neysluvatn er einnig óaðgengilegt. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að margar af þeim stýriflaugum sem skotið hafi verið á höfuðborgina hafi verið skotnar niður. Minnst ein þeirra hæfði þó íbúðahús. Heilt yfir segja Úkraínumenn að um sjötíu stýriflaugum hafi verið skotið að Úkraínu en 51 þeirra hafi verið skotið niður. Þar að auki hafi fimm sjálfsprengidrónar verið skotnir niður. Einnig rafmagnslaust í Moldóvu Rafmagnsleysið nær einnig til Moldóvu. Maia Sandu, forseti landsins, gagnrýndi Rússa og stríðsrekstur þeirra í Úkraínu í kjölfar árása dagsins. Hún sagði að þó íbúar Moldóvu gætu gert viðgerðir og komið rafmagni á aftur, gætu íbúar Úkraínu ekki lífgað hina látnu við. Rússar hafa hersveitir innan landamæra Moldóvu, á sjálfstjórnarsvæðinu Transnistríu, og var eitt af upprunalegum markmiðum Rússa að ná allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar með landbrú til héraðsins. This video published by Kyiv Oblast Police Chief Andriy Nebytov shows the aftermath of the Russian missile strike on a residential building in Vyshgorod, a suburb just north of Kyiv. In total more than 20 people were injured as a result of the Nov. 23 attack on Kyiv Oblast. pic.twitter.com/6K32Ovl1Gi— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) November 23, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur ríkisins erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Úkraínumenn segja þessar árásir ekki draga úr þeim móðinn. Þvert í stað sýni þar fram á nauðsyn þess að sigra Rússa sem fyrst. Undanfarnar vikur hefur rafmagnsleysi verið algengt í Úkraínu og hafa yfirvöld hvatt þá sem geta, að ferðast til annarra landa og verja vetrinum þar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. 23. nóvember 2022 12:09 Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Öll þrjú kjarnorkuver landsins sem eru í höndum Úkraínumanna hafa misst tengingu við dreifikerfi landsins í kjölfar árása dagsins. Meðal þeirra borga sem eru rafmagnslausar eru Lívív, Ódessa og Kharkív, þar sem neysluvatn er einnig óaðgengilegt. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að margar af þeim stýriflaugum sem skotið hafi verið á höfuðborgina hafi verið skotnar niður. Minnst ein þeirra hæfði þó íbúðahús. Heilt yfir segja Úkraínumenn að um sjötíu stýriflaugum hafi verið skotið að Úkraínu en 51 þeirra hafi verið skotið niður. Þar að auki hafi fimm sjálfsprengidrónar verið skotnir niður. Einnig rafmagnslaust í Moldóvu Rafmagnsleysið nær einnig til Moldóvu. Maia Sandu, forseti landsins, gagnrýndi Rússa og stríðsrekstur þeirra í Úkraínu í kjölfar árása dagsins. Hún sagði að þó íbúar Moldóvu gætu gert viðgerðir og komið rafmagni á aftur, gætu íbúar Úkraínu ekki lífgað hina látnu við. Rússar hafa hersveitir innan landamæra Moldóvu, á sjálfstjórnarsvæðinu Transnistríu, og var eitt af upprunalegum markmiðum Rússa að ná allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar með landbrú til héraðsins. This video published by Kyiv Oblast Police Chief Andriy Nebytov shows the aftermath of the Russian missile strike on a residential building in Vyshgorod, a suburb just north of Kyiv. In total more than 20 people were injured as a result of the Nov. 23 attack on Kyiv Oblast. pic.twitter.com/6K32Ovl1Gi— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) November 23, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur ríkisins erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Úkraínumenn segja þessar árásir ekki draga úr þeim móðinn. Þvert í stað sýni þar fram á nauðsyn þess að sigra Rússa sem fyrst. Undanfarnar vikur hefur rafmagnsleysi verið algengt í Úkraínu og hafa yfirvöld hvatt þá sem geta, að ferðast til annarra landa og verja vetrinum þar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. 23. nóvember 2022 12:09 Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. 23. nóvember 2022 12:09
Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19