Hvernig viljum við eldast? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2022 15:00 Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun