„Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Andrew Bing skaut sex samstarfsmenn sína til bana og særði sex til viðbótar. AP Maðurinn sem skaut sex samstarfsmenn sína til bana í Walmart í Virginíu í Bandaríkjunum í vikunni, keypti byssuna sem hann notaði nokkrum klukkustundum áður. Hann skaut sex undirmenn sína til bana í versluninni og særði sex til viðbótar áður en hann svipti sig lífi. Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49