LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:00 LeBron James skoraði 39 stig fyrir Lakers í nótt. Ronald Cortes/Getty Images Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers. Eins og lokatölurnar gefa til kynna lögðu liðin meiri áherslu á sóknarleik en varnarleik í nótt og það voru heimamenn frá San Antonio sem leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 34-33. Enn var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu munaði aðeins tveimur stigum, en nú voru það gestirnir sem leiddu, 68-70. LeBron og félagar frá Los Angeles náðu svo loks að slíta sig örlítið frá heimamönnum í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn 29 stigum heimamanna og Lakers vann að lokum nauman fimm stiga sigur, 138-143. Eins og áður segir var það LeBron sem fór fyrir liði Lakers, en hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði heimamanna var það Keldon Johnson sem var atkvæðamestur með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. Lakers liðið situr nú í 13. sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigra og 11 töp, sæti ofar en Spurs sem hefur aðeins unni sex leiki og tapað 15. 👑 @KingJames propelled the @Lakers to the win, dropping 23 points in the 2nd half on his way to a season-high 39 points! #LakeShow 🔥 39 PTS | 11 REB pic.twitter.com/Bl62cXJUa4— NBA (@NBA) November 27, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna lögðu liðin meiri áherslu á sóknarleik en varnarleik í nótt og það voru heimamenn frá San Antonio sem leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 34-33. Enn var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu munaði aðeins tveimur stigum, en nú voru það gestirnir sem leiddu, 68-70. LeBron og félagar frá Los Angeles náðu svo loks að slíta sig örlítið frá heimamönnum í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn 29 stigum heimamanna og Lakers vann að lokum nauman fimm stiga sigur, 138-143. Eins og áður segir var það LeBron sem fór fyrir liði Lakers, en hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði heimamanna var það Keldon Johnson sem var atkvæðamestur með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. Lakers liðið situr nú í 13. sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigra og 11 töp, sæti ofar en Spurs sem hefur aðeins unni sex leiki og tapað 15. 👑 @KingJames propelled the @Lakers to the win, dropping 23 points in the 2nd half on his way to a season-high 39 points! #LakeShow 🔥 39 PTS | 11 REB pic.twitter.com/Bl62cXJUa4— NBA (@NBA) November 27, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira