Læknir fékk þriggja mánaða dóm fyrir brot gegn dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2022 20:06 Læknirinn hefur meðal annars starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Vísir Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var á dögunum dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn þremur dætrum sínum. Hann var hins vegar sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að meintu grófu ofbeldi gegn eiginkonu sinni Karlmaðurinn var ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann var sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann einnig ákærður fyrir andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Sýknað vegna skorts á sönnun og fyrningu Sem áður segir var maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum varðandi ofbeldi gagnvart eiginkonunni. Í niðurstöðukafla dómsins segir að í öllum ákæruliðum nema einum hafi maðurinn verið sýknaður þar sem ekki teldist sannað að hann hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök. Hjónin hafi í þeim tilvikum verið ein til frásagnar eða framburður vitna byggt á frásögn konunnar mörgum árum eftir meint brot. Hins vegar var talið að maðurinn hafi gerst sekur um að grípa um háls konunnar og þrengja að með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga og hlaut maráverka á hálsi. Aftur á móti var hann sýknaður þar sem brot hans var heimfært undir ákvæði almennra hegningarlaga þar sem hámarksrefsins er hálfs árs fangelsisvist. Samkvæmt ákvæði hegningarlaga fyrnast þau brot sem ekki liggur þyngri refsing við en eins árs fangelsi á tveimur árum. Þar sem brot mannsins var framið árið 2014 var hann sýknaður af því. Sló á fingur dætranna og læsti þær inni Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir endurtekið ofbeldi gagnvart þremur dætrum sínum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þær inni í herbergi. Maðurinn gekkst við því að hafa slegið á fingur dætranna en það hafi ekki verið í refsingarskyni. Það hafi verið snerting til að hafa áhrif á hegðun, sem hluti af samræðu. Hann hafi slegið á fingur þeirra með boginni löngutöng eða vísifingri til að ná athygli þeirra og fá þær til að hætta slagsmálum sín á milli. Af framburði dætranna var talið sannað að maðurinn hafi slegið á fingur þeirra og að þær hafi upplifað það sem svo að það hafi verið í refsingarskyni. Þá gekkst maðurinn einnig við því að hafa í nokkur skipti lokað þær allar, saman eða hverja í sínu lagi, inni í herbergi eða þvottaherbergi þar sem þær komust ekki út sjálfar. Það sagði hann hafa verið hluta af uppeldisaðferð, „time out“. Kvaðst hann hafa notað hana þegar dæturnar voru æstar þannig að hann hafi þá tekið eina þeirra út úr hópnum og látið í einveru í stutta stund til að róa hana niður. Af framburði dætranna auk bréfs frá leikskóla einnar dótturinnar, var talið sannað að maðurinn hafi lokað dæturnar inni í refsiskyni og það hafi valdið þeim kvíða og vanlíðan. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákærulið um að ofbeldisbrot gegn einni dótturinni með því að hafa í eitt skipti slegið hana flötum lófa í höfuðið. Önnur dóttir sagði í viðtali í Barnahúsi að faðirinn hefði slegið systur hennar. Kvaðst hún halda að hún hefði séð það en var þó ekki viss um það. Af þeim sökum var talið að dóttirin og faðirinn hefðu verið ein til frásagnar um meint ofbeldi og því teldist það ekki sannað. Greiðir miskabætur og þriðjung sakarkostnaðar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var einnig dæmdur til að greiða dætrum sínum 400 þúsund krónur hverri í miskabætur en sýknaður af miskabótakröfu eiginkonunnar. Þá fellur þriðjungur sakarkostnaðar á manninn þar sem hann var sýknaður af langflestum ákæruliðum. Til sakarkostnaður telst til að mynda málsvarnarlaun verjanda hans, tæplega 6,5 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns dætranna, um 2,5 milljónir króna og annar sakarkostnaður upp á tæplega hálfa milljón króna. Dóm héraðsdóms Vestfjarða má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Ísafjarðarbær Norðurþing Tengdar fréttir Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5. maí 2022 18:00 Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann var sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann einnig ákærður fyrir andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Sýknað vegna skorts á sönnun og fyrningu Sem áður segir var maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum varðandi ofbeldi gagnvart eiginkonunni. Í niðurstöðukafla dómsins segir að í öllum ákæruliðum nema einum hafi maðurinn verið sýknaður þar sem ekki teldist sannað að hann hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök. Hjónin hafi í þeim tilvikum verið ein til frásagnar eða framburður vitna byggt á frásögn konunnar mörgum árum eftir meint brot. Hins vegar var talið að maðurinn hafi gerst sekur um að grípa um háls konunnar og þrengja að með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga og hlaut maráverka á hálsi. Aftur á móti var hann sýknaður þar sem brot hans var heimfært undir ákvæði almennra hegningarlaga þar sem hámarksrefsins er hálfs árs fangelsisvist. Samkvæmt ákvæði hegningarlaga fyrnast þau brot sem ekki liggur þyngri refsing við en eins árs fangelsi á tveimur árum. Þar sem brot mannsins var framið árið 2014 var hann sýknaður af því. Sló á fingur dætranna og læsti þær inni Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir endurtekið ofbeldi gagnvart þremur dætrum sínum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þær inni í herbergi. Maðurinn gekkst við því að hafa slegið á fingur dætranna en það hafi ekki verið í refsingarskyni. Það hafi verið snerting til að hafa áhrif á hegðun, sem hluti af samræðu. Hann hafi slegið á fingur þeirra með boginni löngutöng eða vísifingri til að ná athygli þeirra og fá þær til að hætta slagsmálum sín á milli. Af framburði dætranna var talið sannað að maðurinn hafi slegið á fingur þeirra og að þær hafi upplifað það sem svo að það hafi verið í refsingarskyni. Þá gekkst maðurinn einnig við því að hafa í nokkur skipti lokað þær allar, saman eða hverja í sínu lagi, inni í herbergi eða þvottaherbergi þar sem þær komust ekki út sjálfar. Það sagði hann hafa verið hluta af uppeldisaðferð, „time out“. Kvaðst hann hafa notað hana þegar dæturnar voru æstar þannig að hann hafi þá tekið eina þeirra út úr hópnum og látið í einveru í stutta stund til að róa hana niður. Af framburði dætranna auk bréfs frá leikskóla einnar dótturinnar, var talið sannað að maðurinn hafi lokað dæturnar inni í refsiskyni og það hafi valdið þeim kvíða og vanlíðan. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákærulið um að ofbeldisbrot gegn einni dótturinni með því að hafa í eitt skipti slegið hana flötum lófa í höfuðið. Önnur dóttir sagði í viðtali í Barnahúsi að faðirinn hefði slegið systur hennar. Kvaðst hún halda að hún hefði séð það en var þó ekki viss um það. Af þeim sökum var talið að dóttirin og faðirinn hefðu verið ein til frásagnar um meint ofbeldi og því teldist það ekki sannað. Greiðir miskabætur og þriðjung sakarkostnaðar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var einnig dæmdur til að greiða dætrum sínum 400 þúsund krónur hverri í miskabætur en sýknaður af miskabótakröfu eiginkonunnar. Þá fellur þriðjungur sakarkostnaðar á manninn þar sem hann var sýknaður af langflestum ákæruliðum. Til sakarkostnaður telst til að mynda málsvarnarlaun verjanda hans, tæplega 6,5 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns dætranna, um 2,5 milljónir króna og annar sakarkostnaður upp á tæplega hálfa milljón króna. Dóm héraðsdóms Vestfjarða má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Ísafjarðarbær Norðurþing Tengdar fréttir Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5. maí 2022 18:00 Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5. maí 2022 18:00
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08