Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 21:48 Ingólfur Örn Friðriksson, stundum kallaður Lúsífer, hefur verið í kirkju Satans frá 2001. Það hefur verið vilji hans og val að bera nafnið Lúsífer, en mannanafnanefnd hefur ekki tekið umleitun hans vel. Aðsend Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. Ingólfur vill fá að taka Lúsífer upp sem seinna eiginnafn sitt í stað Arnar en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. Þrátt fyrir ósigurinn hyggst hann ekki leggja árar í bát og vill halda baráttu sinni áfram. Dómurinn féll í héraði þann 16. nóvember síðastliðinn og kemur í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í maí úr gildi fyrri höfnun mannanafnanefndar. Þrátt fyrir það var Ingólfi ekki sjálfkrafa heimilt að taka upp nafnið þar sem dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki lagt mat á öll almenn skilyrði fyrir nöfnum. Var það mat héraðsdóms að nefndin þyrfti að taka málið aftur fyrir áður en dómstólar gætu tekið afstöðu til nafnsins. Eftir að nafninu var hafnað af mannanafnanefnd í annað sinn kærði Ingólfur niðurstöðuna til héraðsdóms með áðurnefndri niðurstöðu. Telur að skoðun fólks á nafninu komi til með að breytast Ingólfur ræddi úrskurðinn í Reykjavík síðdegis og sagði að baráttan hafi byrjað fyrir alvöru árið 2019 þegar hann sá frétt þess efnis að öðrum hafi verið synjað um að bera nafnið Lúsífer með enskri stafsetningu. „Málinu er kannski lokið hjá dómstólum í bili en ef að rökin þeirra eru sú að þetta sé slæmt nafn í málvitund almennings þá vitum við vel að málvitund almennings breytist. Og það eru fleiri leiðir til að berjast við mannanafnanefnd en í réttarkerfinu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ingólf í heild sinni í spilaranum. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá árinu 2001. Hann hefur áður sagt að í hans trú standi nafnið Lúsífer fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Út á hvað gengur satanisminn? Er það að hlægja að óförum annarra og vera vondur dagsdaglega? „Neinei, það er bara eitthvað sem ég geri mér til skemmtunar,“ segir Ingólfur og hlær. „Nei, satanismi er í rauninni búinn að þróast alveg gríðarlega og snýst um að taka tillit til fólks og virða lög en knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá. Ekki bíða eftir að aðrir geri það.“ Hann segist ætla halda baráttunni fyrir því að fá að bera nafnið áfram en átti sig þó ekki á því hver næstu skref séu. Hluti af því geti verið að bíða eftir að tilfinning Íslendinga í garð Lúsífers taki breytingum. Hvað þýðir Lúsífer? „Ljósberi og ef við hugsum um að Lúsífer á að vera hinn illi og eitthvað út af því að hann gerði uppreisn gegn Guði en Guð var í rauninni búinn að drepa fullt af fólki með flóði og eyðileggja borgir, sódómu og allt það meðan Lúsífer var ekki búinn að drepa neinn. Þannig að einræðisherra sem Lúsífer fór upp gegn kastaði honum niður og Lúsífer er vondi kallinn. Þetta meikar ekki alveg sense,“ segir Ingólfur. Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. 26. maí 2021 15:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Ingólfur vill fá að taka Lúsífer upp sem seinna eiginnafn sitt í stað Arnar en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. Þrátt fyrir ósigurinn hyggst hann ekki leggja árar í bát og vill halda baráttu sinni áfram. Dómurinn féll í héraði þann 16. nóvember síðastliðinn og kemur í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í maí úr gildi fyrri höfnun mannanafnanefndar. Þrátt fyrir það var Ingólfi ekki sjálfkrafa heimilt að taka upp nafnið þar sem dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki lagt mat á öll almenn skilyrði fyrir nöfnum. Var það mat héraðsdóms að nefndin þyrfti að taka málið aftur fyrir áður en dómstólar gætu tekið afstöðu til nafnsins. Eftir að nafninu var hafnað af mannanafnanefnd í annað sinn kærði Ingólfur niðurstöðuna til héraðsdóms með áðurnefndri niðurstöðu. Telur að skoðun fólks á nafninu komi til með að breytast Ingólfur ræddi úrskurðinn í Reykjavík síðdegis og sagði að baráttan hafi byrjað fyrir alvöru árið 2019 þegar hann sá frétt þess efnis að öðrum hafi verið synjað um að bera nafnið Lúsífer með enskri stafsetningu. „Málinu er kannski lokið hjá dómstólum í bili en ef að rökin þeirra eru sú að þetta sé slæmt nafn í málvitund almennings þá vitum við vel að málvitund almennings breytist. Og það eru fleiri leiðir til að berjast við mannanafnanefnd en í réttarkerfinu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ingólf í heild sinni í spilaranum. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá árinu 2001. Hann hefur áður sagt að í hans trú standi nafnið Lúsífer fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Út á hvað gengur satanisminn? Er það að hlægja að óförum annarra og vera vondur dagsdaglega? „Neinei, það er bara eitthvað sem ég geri mér til skemmtunar,“ segir Ingólfur og hlær. „Nei, satanismi er í rauninni búinn að þróast alveg gríðarlega og snýst um að taka tillit til fólks og virða lög en knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá. Ekki bíða eftir að aðrir geri það.“ Hann segist ætla halda baráttunni fyrir því að fá að bera nafnið áfram en átti sig þó ekki á því hver næstu skref séu. Hluti af því geti verið að bíða eftir að tilfinning Íslendinga í garð Lúsífers taki breytingum. Hvað þýðir Lúsífer? „Ljósberi og ef við hugsum um að Lúsífer á að vera hinn illi og eitthvað út af því að hann gerði uppreisn gegn Guði en Guð var í rauninni búinn að drepa fullt af fólki með flóði og eyðileggja borgir, sódómu og allt það meðan Lúsífer var ekki búinn að drepa neinn. Þannig að einræðisherra sem Lúsífer fór upp gegn kastaði honum niður og Lúsífer er vondi kallinn. Þetta meikar ekki alveg sense,“ segir Ingólfur.
Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. 26. maí 2021 15:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. 26. maí 2021 15:24