Vilja banna kynlíf utan hjónabands og móðganir gegn stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 14:23 Frá mótmælum gegn frumvarpi að hegningarlögum í Jakarta árið 2019. Sambærilegt frumvarp var þá lagt til hliðar í skugga mótmælaöldu. Vísir/EPA Borgararéttindi í Indónesíu verða skert með frumvarpi til hegningarlaga sem þingið þar er við það að samþykkja, að mati mannréttindasamtaka. Frumvarpið legði bann við kynlífi fyrir hjónaband og að móðga forseta landsins eða stofnanir ríkisins. Aðstoðardómsmálaráðherra Indónesíu segir að frumvarpið gæti orðið að lögum um miðjan þennan mánuð. Efni þess sé í samræmi við indónesísk gildi, að því er segir í frétt The Guardian. Lögin giltu ekki aðeins um indónesíska ríkisborgara heldur erlenda ferðamenn líka. Aðeins þröngur hópur fólks, eins og nánir ættingjar, gæti tilkynnt um ólöglegt kynlíf utan hjónabands samkvæmt frumvarpinu. Allt að árs fangelsi lægi við því að stunda slíkt kynlíf og ógiftum pörum sem yrðu uppvís að því yrði bannað að búa saman. Mannréttindasamtök vara við því að bann við kynlífi fyrir hjónaband muni koma sérstaklega niður á samkynhneigðum pörum sem eiga ekki rétt á að giftast. Þau verði þá í aukinni hættu á að vera sótt til saka. Aðeins forseti gæti svo kært móðganir í sinn garð. Hámarksrefsing við því væri þriggja ára fangelsi. Einnig yrði bannað að móðga stofnanir ríkisins eða tjá skoðanir sem stangast á við hugmyndafræði stjórnvalda. Fyrri drög að frumvarpi af svipuðum meiði voru lögð á hilluna eftir fjölmenn mótmæli um landið allt. Indónesía Kynlíf Fjölskyldumál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Aðstoðardómsmálaráðherra Indónesíu segir að frumvarpið gæti orðið að lögum um miðjan þennan mánuð. Efni þess sé í samræmi við indónesísk gildi, að því er segir í frétt The Guardian. Lögin giltu ekki aðeins um indónesíska ríkisborgara heldur erlenda ferðamenn líka. Aðeins þröngur hópur fólks, eins og nánir ættingjar, gæti tilkynnt um ólöglegt kynlíf utan hjónabands samkvæmt frumvarpinu. Allt að árs fangelsi lægi við því að stunda slíkt kynlíf og ógiftum pörum sem yrðu uppvís að því yrði bannað að búa saman. Mannréttindasamtök vara við því að bann við kynlífi fyrir hjónaband muni koma sérstaklega niður á samkynhneigðum pörum sem eiga ekki rétt á að giftast. Þau verði þá í aukinni hættu á að vera sótt til saka. Aðeins forseti gæti svo kært móðganir í sinn garð. Hámarksrefsing við því væri þriggja ára fangelsi. Einnig yrði bannað að móðga stofnanir ríkisins eða tjá skoðanir sem stangast á við hugmyndafræði stjórnvalda. Fyrri drög að frumvarpi af svipuðum meiði voru lögð á hilluna eftir fjölmenn mótmæli um landið allt.
Indónesía Kynlíf Fjölskyldumál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira