Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 20:00 Starfsfólk barnaspítala í Kherson með munaðarlausum börnum. AP/Bernat Armangue Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim. Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira