Af betri borg fyrir börn Árni Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 14:00 „Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið. Raunin er hins vegar sú að í verki er starfsemi félagsmiðstöðva í Reykjavík til fyrirmyndar. Markvisst starf sem byggir á góðri starfsskrá (sambærilegt plagg og námsskrár skólakerfisins) og hæfu starfstarfsfólki. Lykilatrið í starfsemi félagmiðstöðvanna er sjálfsefling ungmenna, virk þátttaka þeirra, reynslunám, lýðræðisleg vinnubrögð og mannréttindi. Í félagmiðstöðunum er hugað sérstaklega að því að virkja einstaklinga, ekki síst þá sem þurfa sérstaka hvatningu. Með markvissri starfsemi félagsmiðstöðva lágmarkar samfélagið áhættuþætti í umhverfi ungmenna. Starfið er forvarnarstarf í sinni tærustu mynd. Mikilvægt framlag félagsmiðstöðvanna í unglingamenningu hvers tíma verður aldrei metin til fjár og sú jákvæða ímynd sem gott félagsmiðstöðvarstarf gefur í nær samfélaginu (og reyndar samfélaginu öllu) gerir góð hverfi enn betri. Allar kannanir varðandi félagsmiðstöðvastarfið koma vel út, félagmiðstöðvar borgarinnar eru afar vel sóttar og hlutfall ungmenna sem þær sækja með því hæsta sem mælist. Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknar og greiningar árið 2021 þá sækja rúmlega 50% ungmenna félagsmiðstöðvar reglulega. Rúmlega 95% + þeirra eru ánægð með félagsmiðstöðina, finnst þau hafa áhrif, fái tækifærir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og framkvæma í félagmiðstöðinni. Þeim finnst starfsfólk veita þeim athygli og eru ánægð með aðbúnað og umhverfi. Ég hef víða farið og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknum á sviði æskulýðsmála. Ég hef hvergi séð eins góðar niðurstöður og hér er um ræðir. Það er engin tilviljun að einstakir starfþættir eins og Hinseigin félagsmiðstöðin hafi hlotið viðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar á síðasta ári sem fyrirmyndarverkefni. Í gegnum covid faraldurinn mæddi mikið á félagsmiðstöðvum sem með öllum hugsanlegum ráðum og leiðum héldu starfseminni gangandi. Sú félagslega festa sem félagsstarfið skapar er mikilvægur þáttur í þroska og tilveru ungmenna. Eftir faraldurinn eru margar áskoranir. Langvarandi félagsleg einangrun hefur neikvæðar afleiðingar. Fyrir þessu finnur starfsfólk félagsmiðstöðvanna og í þessum ranni er verka að vinna. Auk þess er ýmislegt í umhverfi ungmenna um þessar mundir sem þarf meiri athygli. Aukið ofbeldi og óæskilegar hópamyndanir unglinga eru dæmi málefni sem taka þarf á. Í ný samþykktir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var með séraukatillögum samþykkt að skerða þjónustu félagasmiðstöðva um rúmar10 milljónir. Tillagan kynnt sem stytting opnunartíma um 15 mínútur. Að sögn til þess að koma til móts við útivistartíma, sem mér vitanlega hefur hvergi komið fram ósk um. 10 milljónir eru ekki miklir peningar í stóra samhenginu, en í litla samhenginu þ.e. fjárveitinga til félagsmiðstöðva eru þetta miklir peningar. Í verki þýðir þetta þjónustuskerðingu upp á 16% í unglingastarfinu. Ef dæmi er tekið um þá ágætu félagsmiðstöð Sigyn í Rimaskóla í Grafarvoginum þá er opnun fyrir 13-15 ára unglinga eftirfarandi; mánudagar kl. 19:30-22:00; miðvikudagar kl. 19:30-22:00 og föstudagar kl. 19:30-22:30. Samtals 8 klukkustundir á viku en verður með þessum „sparnaði“ borgarstjórnar einungis 6:45 klukkustundir sem er niðurskurður um 16%. Ef litið er til starfsemi fyrir yngri aldurhópa 10- 12 ára sem ekki skerðist þá er samt sem áður um tæplega 10% niðurskurð á þjónustu þessarar ágætu félagsmiðstöðvar að ræða. Það er ekki bara það að þetta sé bæði vont og rangt. Að taka félagsmiðstöðvarnar sérstaklega út fyrir sviga og skera niður umfram annað eru ömurleg skilaboð, sérstaklega til Reykvískra ungmenna og ekki síður til alls þess starfsfólks sem staðið hefur vaktina með sóma, sinnt starfi sínu af kostgæfni, mikilli fagmennsku við afar kerfjandi aðstæður. En í verki við afar lítinn skilning borgarstjórnar eins og þessi niðurskurður sýnir okkur svo dapurlega. Raunin er sú að opnunartími félagmiðstöðva er nú þegar of skammur og ætti að sjálfsögðu að vera mun lengri og víðtækari. Það er t.d. umhugsunarvert að leitarstarfi (útdeild) sé ekki starfrækt í tengslum við félagsmiðstöðvarnar? Þessar breytingar eru frá öllum sjónarhornum afar illa ígrundaðar. Reykvískir unglingar hverfa ekki kl 21:45 eins og excelskjöl borgarinnar virðast gera ráð fyrir, þau skunda heldur ekki beint heim, þau fara bara annað og oft þangað sem við viljum ekki að þau fari. Þetta er dapurt Hér er svo sannarlega rými til framfara. Ég skora eindregið á borgaryfirvöld að hætta við þessi áform. Spillum ekki því sem vel er gert. Gerum Reykjavík að betri borg fyrir börn. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfar á tómstunda- og félagsmálafræðibraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Árni Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið. Raunin er hins vegar sú að í verki er starfsemi félagsmiðstöðva í Reykjavík til fyrirmyndar. Markvisst starf sem byggir á góðri starfsskrá (sambærilegt plagg og námsskrár skólakerfisins) og hæfu starfstarfsfólki. Lykilatrið í starfsemi félagmiðstöðvanna er sjálfsefling ungmenna, virk þátttaka þeirra, reynslunám, lýðræðisleg vinnubrögð og mannréttindi. Í félagmiðstöðunum er hugað sérstaklega að því að virkja einstaklinga, ekki síst þá sem þurfa sérstaka hvatningu. Með markvissri starfsemi félagsmiðstöðva lágmarkar samfélagið áhættuþætti í umhverfi ungmenna. Starfið er forvarnarstarf í sinni tærustu mynd. Mikilvægt framlag félagsmiðstöðvanna í unglingamenningu hvers tíma verður aldrei metin til fjár og sú jákvæða ímynd sem gott félagsmiðstöðvarstarf gefur í nær samfélaginu (og reyndar samfélaginu öllu) gerir góð hverfi enn betri. Allar kannanir varðandi félagsmiðstöðvastarfið koma vel út, félagmiðstöðvar borgarinnar eru afar vel sóttar og hlutfall ungmenna sem þær sækja með því hæsta sem mælist. Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknar og greiningar árið 2021 þá sækja rúmlega 50% ungmenna félagsmiðstöðvar reglulega. Rúmlega 95% + þeirra eru ánægð með félagsmiðstöðina, finnst þau hafa áhrif, fái tækifærir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og framkvæma í félagmiðstöðinni. Þeim finnst starfsfólk veita þeim athygli og eru ánægð með aðbúnað og umhverfi. Ég hef víða farið og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknum á sviði æskulýðsmála. Ég hef hvergi séð eins góðar niðurstöður og hér er um ræðir. Það er engin tilviljun að einstakir starfþættir eins og Hinseigin félagsmiðstöðin hafi hlotið viðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar á síðasta ári sem fyrirmyndarverkefni. Í gegnum covid faraldurinn mæddi mikið á félagsmiðstöðvum sem með öllum hugsanlegum ráðum og leiðum héldu starfseminni gangandi. Sú félagslega festa sem félagsstarfið skapar er mikilvægur þáttur í þroska og tilveru ungmenna. Eftir faraldurinn eru margar áskoranir. Langvarandi félagsleg einangrun hefur neikvæðar afleiðingar. Fyrir þessu finnur starfsfólk félagsmiðstöðvanna og í þessum ranni er verka að vinna. Auk þess er ýmislegt í umhverfi ungmenna um þessar mundir sem þarf meiri athygli. Aukið ofbeldi og óæskilegar hópamyndanir unglinga eru dæmi málefni sem taka þarf á. Í ný samþykktir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var með séraukatillögum samþykkt að skerða þjónustu félagasmiðstöðva um rúmar10 milljónir. Tillagan kynnt sem stytting opnunartíma um 15 mínútur. Að sögn til þess að koma til móts við útivistartíma, sem mér vitanlega hefur hvergi komið fram ósk um. 10 milljónir eru ekki miklir peningar í stóra samhenginu, en í litla samhenginu þ.e. fjárveitinga til félagsmiðstöðva eru þetta miklir peningar. Í verki þýðir þetta þjónustuskerðingu upp á 16% í unglingastarfinu. Ef dæmi er tekið um þá ágætu félagsmiðstöð Sigyn í Rimaskóla í Grafarvoginum þá er opnun fyrir 13-15 ára unglinga eftirfarandi; mánudagar kl. 19:30-22:00; miðvikudagar kl. 19:30-22:00 og föstudagar kl. 19:30-22:30. Samtals 8 klukkustundir á viku en verður með þessum „sparnaði“ borgarstjórnar einungis 6:45 klukkustundir sem er niðurskurður um 16%. Ef litið er til starfsemi fyrir yngri aldurhópa 10- 12 ára sem ekki skerðist þá er samt sem áður um tæplega 10% niðurskurð á þjónustu þessarar ágætu félagsmiðstöðvar að ræða. Það er ekki bara það að þetta sé bæði vont og rangt. Að taka félagsmiðstöðvarnar sérstaklega út fyrir sviga og skera niður umfram annað eru ömurleg skilaboð, sérstaklega til Reykvískra ungmenna og ekki síður til alls þess starfsfólks sem staðið hefur vaktina með sóma, sinnt starfi sínu af kostgæfni, mikilli fagmennsku við afar kerfjandi aðstæður. En í verki við afar lítinn skilning borgarstjórnar eins og þessi niðurskurður sýnir okkur svo dapurlega. Raunin er sú að opnunartími félagmiðstöðva er nú þegar of skammur og ætti að sjálfsögðu að vera mun lengri og víðtækari. Það er t.d. umhugsunarvert að leitarstarfi (útdeild) sé ekki starfrækt í tengslum við félagsmiðstöðvarnar? Þessar breytingar eru frá öllum sjónarhornum afar illa ígrundaðar. Reykvískir unglingar hverfa ekki kl 21:45 eins og excelskjöl borgarinnar virðast gera ráð fyrir, þau skunda heldur ekki beint heim, þau fara bara annað og oft þangað sem við viljum ekki að þau fari. Þetta er dapurt Hér er svo sannarlega rými til framfara. Ég skora eindregið á borgaryfirvöld að hætta við þessi áform. Spillum ekki því sem vel er gert. Gerum Reykjavík að betri borg fyrir börn. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfar á tómstunda- og félagsmálafræðibraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun