Samþykktu að birta skattskýrslur Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 08:26 Donald Trump gerði það að einu helsta stefnumáli sínu að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál hans yrðu opinber. AP/Andrew Harnik Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það. Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56