Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 08:51 George Santos segist einungis hafa ýkt ferilskrána sína. Getty/David Becker George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira