Enn á að slá ryki í augu fólks Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. janúar 2023 07:31 Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Salan á Íslandsbanka Alþingi Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun