Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 18:10 Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Valery Gerasimov, nýr yfirmaður innrásarinnar í Úkraínu. Getty/Kreml Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. Surovikin hefur verið gerður að aðstoðarmanni Gerasimov, ásamt öðrum herforingjum, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Breytingarnar eru sagðar eiga að auka skilvirkni hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Rússar kalla innrásina. Áður en Surovikin tók við stjórn innrásarinnar í október var henni stjórnað af nokkrum mismunandi herforingjum. Úkraínumenn höfðu náð að frelsa umfangsmikil landsvæði í Úkraínu og átti Surovikin að snúa við taflinu. Eitt hans fyrsta verk var að hörfa frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg og lögðu Rússar í kjölfarið meiri áherslu á að sækja fram í Donetsk-héraði. Það hefur þó skilað takmörkuðum árangri og Rússar hafa ekkert sótt fram svo máli skiptir, þó þeir séu sagðir hafa náð takmörkuðum árangri í bænum Soledar, norður af Bakhmut. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og er mannfall sagt mikið hjá báðum fylkingum. Vísbendingar um deilur Málaliðahópurinn Wagner Group, sem er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozin, náins bandamanns Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur leitt sóknina að Bakhmut. Vísbendingar eru um ákveðnar deilur milli Prigozins og forsvarsmanna hersins, þeirra Shoigu og Gerasimovs. Prigozin hefur haldið því fram að það hafi verið málaliðar hans sem hafi náð árangri í Soledar en ekki herinn og að hermenn hafi í rauninni ekki komið að árásum á bæinn, samkvæmt frétt BBC. Á undanförnum mánuðum hefur auðjöfurinn verið mjög gagnrýninn á herinn og ítrekað gefið í skyn að Shoigu og Gerasimov ráði ekki við starfið. Herinn geti ekki náð árangri en það geti málaliðar hans. Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Deilt um hverjir sóttu fram í Soledar Reuters segir frá því að talsmenn rússneska hersins hafi sagt að það hafi verið fallhlífarhermenn sem hafi umkringt Soledar. Úkraínumenn segja hins þar að auki að enn sé barist í bænum og að liðsauki hafi verið sendur þangað. Þá hefur Reuters eftir Dmitry Peskov, talsmanni Pútíns, að enn sé of snemmt að segja til um fall Soledar. Þó árangur hafi náðst hafi hann verið mjög kostnaðarsamur. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar í úkraínska hernum segir árásir Rússa á Soledar vera linnulausar. Árásirnar byrji á því að Rússar sendir eina eða tvær „bylgjur“ af málaliðum Wagner til að kanna varnir Úkraínumanna. Svo þegar þær árásir hafa tekið sinn toll á Úkraínumönnum og þeir eru þreyttir og með minna af skotfærum, sendi Rússar atvinnuhermenn. Það séu fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Surovikin hefur verið gerður að aðstoðarmanni Gerasimov, ásamt öðrum herforingjum, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Breytingarnar eru sagðar eiga að auka skilvirkni hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Rússar kalla innrásina. Áður en Surovikin tók við stjórn innrásarinnar í október var henni stjórnað af nokkrum mismunandi herforingjum. Úkraínumenn höfðu náð að frelsa umfangsmikil landsvæði í Úkraínu og átti Surovikin að snúa við taflinu. Eitt hans fyrsta verk var að hörfa frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg og lögðu Rússar í kjölfarið meiri áherslu á að sækja fram í Donetsk-héraði. Það hefur þó skilað takmörkuðum árangri og Rússar hafa ekkert sótt fram svo máli skiptir, þó þeir séu sagðir hafa náð takmörkuðum árangri í bænum Soledar, norður af Bakhmut. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og er mannfall sagt mikið hjá báðum fylkingum. Vísbendingar um deilur Málaliðahópurinn Wagner Group, sem er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozin, náins bandamanns Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur leitt sóknina að Bakhmut. Vísbendingar eru um ákveðnar deilur milli Prigozins og forsvarsmanna hersins, þeirra Shoigu og Gerasimovs. Prigozin hefur haldið því fram að það hafi verið málaliðar hans sem hafi náð árangri í Soledar en ekki herinn og að hermenn hafi í rauninni ekki komið að árásum á bæinn, samkvæmt frétt BBC. Á undanförnum mánuðum hefur auðjöfurinn verið mjög gagnrýninn á herinn og ítrekað gefið í skyn að Shoigu og Gerasimov ráði ekki við starfið. Herinn geti ekki náð árangri en það geti málaliðar hans. Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Deilt um hverjir sóttu fram í Soledar Reuters segir frá því að talsmenn rússneska hersins hafi sagt að það hafi verið fallhlífarhermenn sem hafi umkringt Soledar. Úkraínumenn segja hins þar að auki að enn sé barist í bænum og að liðsauki hafi verið sendur þangað. Þá hefur Reuters eftir Dmitry Peskov, talsmanni Pútíns, að enn sé of snemmt að segja til um fall Soledar. Þó árangur hafi náðst hafi hann verið mjög kostnaðarsamur. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar í úkraínska hernum segir árásir Rússa á Soledar vera linnulausar. Árásirnar byrji á því að Rússar sendir eina eða tvær „bylgjur“ af málaliðum Wagner til að kanna varnir Úkraínumanna. Svo þegar þær árásir hafa tekið sinn toll á Úkraínumönnum og þeir eru þreyttir og með minna af skotfærum, sendi Rússar atvinnuhermenn. Það séu fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07
Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54