Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 10:05 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira