Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 11:00 Solomon Pena var handtekinn af lögregluþjónum í gær. Hann er sakaður um að hafa skipulagt skotárásir á heimili minnst fjögurra Demókrata í New Mexico. AP/Roberto E. Rosales Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira