Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2023 21:53 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. EPA/Jim Lo Scalzo Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32