Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 10:06 Charles McGonigal, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. AP/John Minchillo Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. Þá er hann sagður hafa falið 225 þúsund dala greiðslur frá manni sem vann á árum áður fyrir leyniþjónustu Albaníu og McGonigal hefur verið ákærður fyrir fjárþvætti, brot á refsiaðgerðum og önnur brot. McGonigal, sem er 54 ára gamall, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. Þar sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) má lögum samkvæmt ekki starfa innan landamæra ríkisins er það er það á herðum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að finna og handtaka njósnara í Bandaríkjunum. Bæði erlenda njósnara og innlenda og var hann með rússneska auðjöfurinn Oleg Deripaska til rannsóknar. Deripaska er mjög auðugur og náinn bandamaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var McGonigal handtekinn í gær. Sergey Shestakov var einnig handtekinn en sá er túlkur sem sagður er hafa unnið fyrir Deripsaka. Báðir lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Útvegaði dóttur njósnara starf hjá lögreglunni Shestakkov er sagður hafa verði milliliður milli McGonigal og Deripsaka. Árið 2018, skömmu áður en McGonigal settist í helgan stein, kynnti Shestakov hann fyrir manni sem starfaði á árum áður sem erindreki fyrir Sovétríkin og svo Rússland en starfaði á þessum tíma fyrir Deripaska. Maðurinn er talinn vera rússneskur njósnari. Shestakov bað McGonigal um að útvega dóttur hins meinta njósnara lærlingastöðu innan gagnhryðjuverkadeild lögreglunnar í New York, sem McGonigal samþykkti. Lögregluþjónn tilkynnti þó skömmu síður til yfirmanna sinna og til FBI að dóttir njósnarans hefði sagst eiga í nánu sambandi við starfsmann FBI og að hann hefði veitt henni aðgang að leynilegum gögnum. Lögregluþjóninum þótti það óeðlilegt fyrir háskólanema. Sjá einnig: Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Eftir að McGonigal hætti hjá FBI, seinna á árinu 2018, fór hann að vinna sem rannsakandi hjá alþjóðlegu lögmannafyrirtæki. Þar vann hann að því að fá refsiaðgerðir gegn Deripaska felldar niður. McGonigal fékk þá 25 þúsund dali í gegnum fyrirtæki í eigu Shestakovs. Rannsakaði andstæðing Deripaska Svo var það árið 2021 sem McGonigal fór að rannsaka annan rússneskan auðjöfur, sem er andstæðingur Deripaska en þeir voru þá að berjast um stjórn rússneska fyrirtækis. McGonigal er sagður hafa fengið tugi þúsunda dala fyrir þá vinnu og fékk hann greiðslurnar í gegnum fyrirtæki sem vinur hans átti. Í ákærunni segir að hann hafi logið að vini sínum um greiðslurnar. McGonigal hefur einni verið ákærður vegna ferðar til Albaníu árið 2017. Þar hitti hann mann sem starfaði áður í albönsku leyniþjónustunni en sá lét McGonigal fá minnst 225 þúsund dali. Í Albaníu fundaði McGonigal einnig með forsætisráðherra landsins og varaði hann við því að veita rússneskum fyrirtækjum olíuleitarleyfi í Albaníu. Maðurinn sem hafði greitt McGonigal 225 þúsund dali og samstarfsmenn hans höfðu mikilla hagsmuna að gæta í því máli. Bandaríkin Rússland Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Þá er hann sagður hafa falið 225 þúsund dala greiðslur frá manni sem vann á árum áður fyrir leyniþjónustu Albaníu og McGonigal hefur verið ákærður fyrir fjárþvætti, brot á refsiaðgerðum og önnur brot. McGonigal, sem er 54 ára gamall, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. Þar sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) má lögum samkvæmt ekki starfa innan landamæra ríkisins er það er það á herðum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að finna og handtaka njósnara í Bandaríkjunum. Bæði erlenda njósnara og innlenda og var hann með rússneska auðjöfurinn Oleg Deripaska til rannsóknar. Deripaska er mjög auðugur og náinn bandamaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var McGonigal handtekinn í gær. Sergey Shestakov var einnig handtekinn en sá er túlkur sem sagður er hafa unnið fyrir Deripsaka. Báðir lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Útvegaði dóttur njósnara starf hjá lögreglunni Shestakkov er sagður hafa verði milliliður milli McGonigal og Deripsaka. Árið 2018, skömmu áður en McGonigal settist í helgan stein, kynnti Shestakov hann fyrir manni sem starfaði á árum áður sem erindreki fyrir Sovétríkin og svo Rússland en starfaði á þessum tíma fyrir Deripaska. Maðurinn er talinn vera rússneskur njósnari. Shestakov bað McGonigal um að útvega dóttur hins meinta njósnara lærlingastöðu innan gagnhryðjuverkadeild lögreglunnar í New York, sem McGonigal samþykkti. Lögregluþjónn tilkynnti þó skömmu síður til yfirmanna sinna og til FBI að dóttir njósnarans hefði sagst eiga í nánu sambandi við starfsmann FBI og að hann hefði veitt henni aðgang að leynilegum gögnum. Lögregluþjóninum þótti það óeðlilegt fyrir háskólanema. Sjá einnig: Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Eftir að McGonigal hætti hjá FBI, seinna á árinu 2018, fór hann að vinna sem rannsakandi hjá alþjóðlegu lögmannafyrirtæki. Þar vann hann að því að fá refsiaðgerðir gegn Deripaska felldar niður. McGonigal fékk þá 25 þúsund dali í gegnum fyrirtæki í eigu Shestakovs. Rannsakaði andstæðing Deripaska Svo var það árið 2021 sem McGonigal fór að rannsaka annan rússneskan auðjöfur, sem er andstæðingur Deripaska en þeir voru þá að berjast um stjórn rússneska fyrirtækis. McGonigal er sagður hafa fengið tugi þúsunda dala fyrir þá vinnu og fékk hann greiðslurnar í gegnum fyrirtæki sem vinur hans átti. Í ákærunni segir að hann hafi logið að vini sínum um greiðslurnar. McGonigal hefur einni verið ákærður vegna ferðar til Albaníu árið 2017. Þar hitti hann mann sem starfaði áður í albönsku leyniþjónustunni en sá lét McGonigal fá minnst 225 þúsund dali. Í Albaníu fundaði McGonigal einnig með forsætisráðherra landsins og varaði hann við því að veita rússneskum fyrirtækjum olíuleitarleyfi í Albaníu. Maðurinn sem hafði greitt McGonigal 225 þúsund dali og samstarfsmenn hans höfðu mikilla hagsmuna að gæta í því máli.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira