Sjálfbær þróun sjávarútvegs Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun