Sjálfbær þróun sjávarútvegs Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar