Felldu háttsettan ISIS-liða í hellum í Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 10:24 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra öruggari eftir árásina á miðvikudaginn. AP/Alex Brandon Bandarískir sérsveitarhermenn bönuðu í gær háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Afríku og tíu vígamönnum í árás í norðurhluta Sómalíu á miðvikudaginn. Bilal al-Sudani er sagður hafa verið einn af fjármálastjórum hryðjuverkasamtakanna en hann var felldur í árás á hella sem hann hélt til í fjöllum Sómalíu. AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023 Sómalía Bandaríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023
Sómalía Bandaríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira