Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 10:33 Stillimynd úr myndskeiði sem sýnir atburðarásina í Memphis þann 7. janúar. AP/Memphis-borg Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni. Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25