Tilefni ferðarinnar er að reyna að minnka spennuna á milli Ísraela og Palestínumanna sem hefur stigmagnast undanfarið. Síðar í dag mun Blinken heimsækja Jerúsalem þar sem hann ræðir við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og á þiðrjudaginn hittir hann leiðtoga Palestínumanna, Mahmoud Abbas í Ramallah.
Heimsókn Blinkens er löngu ákveðin en ofbeldisalda síðustu daga hefur aukið mikilvægi ferðarinnar. Tíu létust í árás Ísraela á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum á fimmtudag og á föstudag skaut palestínumaður sjö fyrir utan bænahús Gyðinga í Austur Jerúsalem.