Verðbólga í boði Stjórnvalda og Seðlabankans Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 31. janúar 2023 16:30 Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Seðlabankinn Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun