Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2023 16:08 Héraðsdómur Reykjaness sýknaði konuna af kröfum ákæruvaldsins. Vísir/Vilhelm Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Myndirnar voru annars vegar af getnaðarlim mannsins og hins vegar brjóstum konunnar. Myndanna aflaði konan sér með því að fara í tölvu sem eiginmaðurinn hafði til umráða á sameiginlegum vinnustað þeirra. Konan hnýstist þá í einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger. Henni blöskraði það sem hún sá þar en meðal annars ræddi maðurinn um son þeirra hjóna við konuna. Prentaði út hundrað blaðsíður Konan prentaði út um hundrað blaðsíður af samskiptunum. Níu skjáskot af samskiptunum, þar á meðal umræddar nektarmyndir sem þau höfðu sent sín á milli. Því næst sendi hún þær í tölvupósti á manninn og tvær aðrar konur en ekki kemur fram í dómnum hvernig þær tengjast manninum eða konunni. Pósturinn ber yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“ og honum fylgir textinn: „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [Önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma.“ Konan hélt því fram fyrir dómi að hún hafi misst stjórn á sér í mikilli geðshræringu eftir að hafa lesið skrif mannsins um son þeirra og því hafi hún ákveðið að senda póstinn. Nektarmyndirnar hafi eingöngu slysast með. Lostugt athæfi eða ekki Ákæruvaldið hélt því hins vegar fram að myndirnar hafi með engu móti tengst skilaboðunum um son mannsins og því sé fráleitt að halda því fram að myndirnar hafi óvart slæðst með öðrum skilaboðum. Konan hafi þvert á móti valið nektarmyndirnar til dreifingar í því skyni að særa blygðunarkennd mannsins og hinnar konunnar. Þótti það sannað fyrir dómi að konan hafi sent myndirnar áfram. Hins vegar var deilt um hvort um væri að ræða „lostugt athæfi“ framkvæmt til þess að særa blygðunarkennd fólksins. Í dómnum segir að hvergi sé að finna í lagafrumvörpum eða öðrum lögskýringargögnum hvert sé inntak hugtaksins „lostugt athæfi“. Skýring þess hafi verið mótuð af dómstólum og þeir lagt þann skilning í hugtakið að með því sé átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismörk. Reið og í geðshræringu Vísað var í dóm Hæstaréttar frá árinu 1984 þegar þrír karlmenn voru ákærðir fyrir lostugt athæfi fyrir að hafa girt niður um sig í bifreið á ferð og sýnt á sér beran sitjandann í gluggum bifreiðarinnar. Hæstiréttur mat sem svo að enginn kynferðislegur þáttur hafi verið í athæfi mannanna og þeir því sýknaðir. Sama á við konuna. Vafi lék á hvort því verði slegið föstu að athæfi hennar hafi verið lostugt og því fékk hún að njóta skynsamlegs vafa um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaðinum. Hún hélt því fram að tilgangur hennar með athæfinu hafi verið að sýna að eiginmaður hennar væri ekki í jafnvægi og ekki hæfur til að umgangast syni hennar. Verknaðinn framdi hún í reiði og geðshræringu. Þrátt fyrir að athæfi konunnar væri einkar ósmekklegt og meiðandi að mati dómsins fékkst ekki séð að athæfið flokkist sem lostugt athæfi. Eins og sakargiftum er háttað í ákæru var ekki tekið til álita hvort önnur refsiákvæði kunni að taka til háttsemi konunnar. Hún var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Þá var bótakröfum mannsins og konunnar vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Myndirnar voru annars vegar af getnaðarlim mannsins og hins vegar brjóstum konunnar. Myndanna aflaði konan sér með því að fara í tölvu sem eiginmaðurinn hafði til umráða á sameiginlegum vinnustað þeirra. Konan hnýstist þá í einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger. Henni blöskraði það sem hún sá þar en meðal annars ræddi maðurinn um son þeirra hjóna við konuna. Prentaði út hundrað blaðsíður Konan prentaði út um hundrað blaðsíður af samskiptunum. Níu skjáskot af samskiptunum, þar á meðal umræddar nektarmyndir sem þau höfðu sent sín á milli. Því næst sendi hún þær í tölvupósti á manninn og tvær aðrar konur en ekki kemur fram í dómnum hvernig þær tengjast manninum eða konunni. Pósturinn ber yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“ og honum fylgir textinn: „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [Önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma.“ Konan hélt því fram fyrir dómi að hún hafi misst stjórn á sér í mikilli geðshræringu eftir að hafa lesið skrif mannsins um son þeirra og því hafi hún ákveðið að senda póstinn. Nektarmyndirnar hafi eingöngu slysast með. Lostugt athæfi eða ekki Ákæruvaldið hélt því hins vegar fram að myndirnar hafi með engu móti tengst skilaboðunum um son mannsins og því sé fráleitt að halda því fram að myndirnar hafi óvart slæðst með öðrum skilaboðum. Konan hafi þvert á móti valið nektarmyndirnar til dreifingar í því skyni að særa blygðunarkennd mannsins og hinnar konunnar. Þótti það sannað fyrir dómi að konan hafi sent myndirnar áfram. Hins vegar var deilt um hvort um væri að ræða „lostugt athæfi“ framkvæmt til þess að særa blygðunarkennd fólksins. Í dómnum segir að hvergi sé að finna í lagafrumvörpum eða öðrum lögskýringargögnum hvert sé inntak hugtaksins „lostugt athæfi“. Skýring þess hafi verið mótuð af dómstólum og þeir lagt þann skilning í hugtakið að með því sé átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismörk. Reið og í geðshræringu Vísað var í dóm Hæstaréttar frá árinu 1984 þegar þrír karlmenn voru ákærðir fyrir lostugt athæfi fyrir að hafa girt niður um sig í bifreið á ferð og sýnt á sér beran sitjandann í gluggum bifreiðarinnar. Hæstiréttur mat sem svo að enginn kynferðislegur þáttur hafi verið í athæfi mannanna og þeir því sýknaðir. Sama á við konuna. Vafi lék á hvort því verði slegið föstu að athæfi hennar hafi verið lostugt og því fékk hún að njóta skynsamlegs vafa um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaðinum. Hún hélt því fram að tilgangur hennar með athæfinu hafi verið að sýna að eiginmaður hennar væri ekki í jafnvægi og ekki hæfur til að umgangast syni hennar. Verknaðinn framdi hún í reiði og geðshræringu. Þrátt fyrir að athæfi konunnar væri einkar ósmekklegt og meiðandi að mati dómsins fékkst ekki séð að athæfið flokkist sem lostugt athæfi. Eins og sakargiftum er háttað í ákæru var ekki tekið til álita hvort önnur refsiákvæði kunni að taka til háttsemi konunnar. Hún var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Þá var bótakröfum mannsins og konunnar vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent