Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:38 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaforseti utanríkismálanefndar segir að nefndin hafi ekki rætt mál Gylfa Þór Sigurðssonar knattspyrnumanns sérstaklega. Vísir Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. „Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
„Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47
Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21