Vita ekki hvernig fljúgandi furðuhlutirnir haldast á lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:23 Glen VanHerck og fleiri á leið á fund vegna fljúgandi furðuhlutanna. AP Photo/J. Scott Applewhite Mikið hefur gengið á í lofthelgi Bandaríkjanna undanfarna daga. Bandaríkjaher hefur skotið niður fjóra fljúgandi hluti á átta dögum, síðast í gær. Að sögn talsmanna hefur svona ekki gerst innan bandarískrar lofthelgi á friðartímum. Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50
Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02