Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 13:11 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur tekið dóttur sína með sér á nokkra opinbera viðburði á undanförnum mánuðum. AP/KCNA Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56
Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12