Hvaða styrkir eru í boði á Íslandi og á Norðurlöndum? Grace Achieng skrifar 16. febrúar 2023 08:01 Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar