Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á mikilvæga innviði í Úkraínu og á sama tíma er hart barist í Bakhmut. AP/Libkos Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. Samkvæmt embættismönnum í Úkraínu voru átta Kalibr-eldflaugar sem skotið var frá skipi Rússa í Svartahafi skotnar niður í morgun en aðrar náðu skotmörkum sínum í norður- og vesturhluta Úkraínu og í Dnipropetrovsk og Kirovograd. Reuters greindi frá því í morgun að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni í næstu viku greiða atkvæði um ályktun sem kveður á um nauðsyn þess að aðilar komist að samkomulagi um varanlegan frið í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan er sögð munu fara fram sama dag og ár er liðið frá innrás Rússa. Í ályktuninni verður þess meðal annars krafist að hersveitir Rússlands hverfi frá Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Wang Yi, æðsti sendifulltrúi Kína, funduðu í París í gær og ræddu meðal annars áhrif stríðsins á viðkvæm ríki, meðal annars með tilliti til fæðuöryggis. Báðir lýstu yfir sama markmiði um að stuðla að friði en ítarlegar útlistanir á aðgerðum fylgdu ekki. Hugveitan Institute for the Study of War segir Rússa líklega hafa gengið verulega á mannskap og vopnabirgðir sínar. Sérfræðingar hugveitunnar segja þá illa undir það búna að viðhalda stórsókn í austurhluta Úkraínu og vænta ekki stórtíðinda í fyrirhuguðum ávörpum Vladimir Pútín Rússlandsforseta í næstu viku. Russia s costly military campaign in #Ukraine has likely significantly depleted #Russian equipment and manpower reserves necessary to sustain a successful large-scale offensive in eastern Ukraine.https://t.co/VGVhIP3NAd pic.twitter.com/SEFALNrWPw— ISW (@TheStudyofWar) February 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Samkvæmt embættismönnum í Úkraínu voru átta Kalibr-eldflaugar sem skotið var frá skipi Rússa í Svartahafi skotnar niður í morgun en aðrar náðu skotmörkum sínum í norður- og vesturhluta Úkraínu og í Dnipropetrovsk og Kirovograd. Reuters greindi frá því í morgun að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni í næstu viku greiða atkvæði um ályktun sem kveður á um nauðsyn þess að aðilar komist að samkomulagi um varanlegan frið í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan er sögð munu fara fram sama dag og ár er liðið frá innrás Rússa. Í ályktuninni verður þess meðal annars krafist að hersveitir Rússlands hverfi frá Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Wang Yi, æðsti sendifulltrúi Kína, funduðu í París í gær og ræddu meðal annars áhrif stríðsins á viðkvæm ríki, meðal annars með tilliti til fæðuöryggis. Báðir lýstu yfir sama markmiði um að stuðla að friði en ítarlegar útlistanir á aðgerðum fylgdu ekki. Hugveitan Institute for the Study of War segir Rússa líklega hafa gengið verulega á mannskap og vopnabirgðir sínar. Sérfræðingar hugveitunnar segja þá illa undir það búna að viðhalda stórsókn í austurhluta Úkraínu og vænta ekki stórtíðinda í fyrirhuguðum ávörpum Vladimir Pútín Rússlandsforseta í næstu viku. Russia s costly military campaign in #Ukraine has likely significantly depleted #Russian equipment and manpower reserves necessary to sustain a successful large-scale offensive in eastern Ukraine.https://t.co/VGVhIP3NAd pic.twitter.com/SEFALNrWPw— ISW (@TheStudyofWar) February 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira