Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2023 15:01 Las Ventas í Madrid er stærsti nautaatshringur Spánar. Francisco Guerra/Getty Images Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum. Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við. Spánn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við.
Spánn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira