Staðfesta að hin látna er Bulley Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 17:53 Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn. Lögreglan í Lancashire Lík sem fannst í ánni Wyre í Lancashire á Englandi í gær er lík Nicola Bulley, tveggja barna móður sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. Lögreglan í Lancashire staðfesti fyrir skömmu að líkið sem fannst í gær væri af Bulley. Líkið var fiskað upp úr ánni í gær eftir miklar aðgerðir lögreglu á svæðinu þar sem síðast hafði spurst af Bulley. Þyrla og drónar voru notaðir til að kemba ánna eftir að fólk á göngu gerði lögreglu viðvart um að þeir hefðu séð til líks, að því er segir í frétt The Guardian um málið. Bulley hafði verið leitað logandi ljósi eftir að hún hvarf sporlaust eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn þann 27. janúar síðastliðinn. Til hennar sást til Bulley í grennd við ánna klukkan níu að morgni þann dag. Einungis um 25 mínútum eftir að það sást til hennar fannst síminn hennar á bekk við árbakkann. Þá var ólin og taumurinn af hundinum á jörðinni við hliðina á bekknum. Skömmu áður en hún hvarf sporlaust hafði hún skráð sig inn á Teams-fund í símanum. Hún var enn skráð á fundinn þegar síminn fannst. Lögreglan gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum Síðastliðinn miðvikudag hélt lögreglan blaðamannafund í tengslum við leitina að Bulley. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um móðurina á fundinum. Þar kom fram að hún ætti við áfengismál að stríða og væri komin með snemmbúin tíðahvörf. Penny Mordaunt, forseti neðri deildar breska þingsins, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt lögregluna fyrir þetta. „Það fyrsta sem ég hugsaði um var fjölskyldan hennar. Það er nógu erfitt þegar ástvinur týnist,“ sagði Mordaunt á BBC í gær. Bretland England Tengdar fréttir Fundu lík þar sem Bulley hvarf Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. 19. febrúar 2023 14:58 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Lögreglan í Lancashire staðfesti fyrir skömmu að líkið sem fannst í gær væri af Bulley. Líkið var fiskað upp úr ánni í gær eftir miklar aðgerðir lögreglu á svæðinu þar sem síðast hafði spurst af Bulley. Þyrla og drónar voru notaðir til að kemba ánna eftir að fólk á göngu gerði lögreglu viðvart um að þeir hefðu séð til líks, að því er segir í frétt The Guardian um málið. Bulley hafði verið leitað logandi ljósi eftir að hún hvarf sporlaust eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn þann 27. janúar síðastliðinn. Til hennar sást til Bulley í grennd við ánna klukkan níu að morgni þann dag. Einungis um 25 mínútum eftir að það sást til hennar fannst síminn hennar á bekk við árbakkann. Þá var ólin og taumurinn af hundinum á jörðinni við hliðina á bekknum. Skömmu áður en hún hvarf sporlaust hafði hún skráð sig inn á Teams-fund í símanum. Hún var enn skráð á fundinn þegar síminn fannst. Lögreglan gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum Síðastliðinn miðvikudag hélt lögreglan blaðamannafund í tengslum við leitina að Bulley. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um móðurina á fundinum. Þar kom fram að hún ætti við áfengismál að stríða og væri komin með snemmbúin tíðahvörf. Penny Mordaunt, forseti neðri deildar breska þingsins, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt lögregluna fyrir þetta. „Það fyrsta sem ég hugsaði um var fjölskyldan hennar. Það er nógu erfitt þegar ástvinur týnist,“ sagði Mordaunt á BBC í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Fundu lík þar sem Bulley hvarf Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. 19. febrúar 2023 14:58 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Fundu lík þar sem Bulley hvarf Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. 19. febrúar 2023 14:58