„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 17:04 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í Póllandi í dag. AP/Michal Dyjuk Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023 Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023
Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira