Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2023 11:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, við athöfn í Kænugarði í morgun. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. Mateusz Morawieck, forsætisráðherra Póllands, er staddur í Kænugarði en þar tilkynnti hann að fyrstu Leopard 2 skriðdrekarnir væru komnir til Úkraínu. Þetta eru fyrstu vestrænu skriðdrekarnir sem berast til Úkraínu en verið er að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í nokkrum ríkjum Evrópu. Hlébarðarnir eru framleiddir í Þýskalandi og Úkraínumenn eiga von á umtalsverðu magni af þeim á komandi vikum og mánuðum. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó verið sakaðir um hægagang varðandi skriðdrekasendingar síðan Þjóðverjar heimiluðu þær. Pólverjar hafa heitið Úkraínumönnum minnst fjórtán skriðdreka en búið er að afhenda fjóra. Þurftu að berjast fyrir hverjum degi Selenskí sagði í ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði sýnt sig og sannað á undanförnu ári. „Við lifðum fyrsta dag stríðsins af. Við vissum ekki hvað annar dagurinn bæri í skauti sér en við skildum vel að við þyrftum að berast fyrir hverjum morgundegi og við börðumst,“ sagði Selenskí. „Við erum orðin ein fjölskylda. Það eru engir ókunnugir meðal okkar,“ sagði Selenskí. „Úkraínumenn hafa skýlt Úkraínumönnum, opnað heimili sín og hjörtu gagnvart þeim sem hafa þurft að flýja þetta stríð.“ Hann sagði að úkraínska þjóðin hefði þurft að þola margt á undanförnu ári. Stórskotaliðsárásir, klasasprengjur, stýriflaugar, sjálfsprengidróna, rafmagnsleysi og kulda. Það hefði ekki dugað til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur og að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að sigra Rússa á þessu ári. On February 24, millions of us made a choice. Not a white flag, but the blue and yellow one. Not fleeing, but facing. Resisting & fighting. It was a year of pain, sorrow, faith, and unity. And this year, we remained invincible. We know that 2023 will be the year of our victory! pic.twitter.com/oInWvssjOI— (@ZelenskyyUa) February 24, 2023 Hart barist í austri Þó ár sé liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir hermenn og rússneskir barist í austurhluta landsins frá árinu 2014, þegar aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýstu yfir sjálfstæði og með aðstoð Rússa börðust gegn úkraínska hernum. Enn er barist í þessum tveimur héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Rússar hafa staðið í umfangsmiklum árásum þar en án mikils árangurs hingað til. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Tengdar fréttir Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Mateusz Morawieck, forsætisráðherra Póllands, er staddur í Kænugarði en þar tilkynnti hann að fyrstu Leopard 2 skriðdrekarnir væru komnir til Úkraínu. Þetta eru fyrstu vestrænu skriðdrekarnir sem berast til Úkraínu en verið er að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í nokkrum ríkjum Evrópu. Hlébarðarnir eru framleiddir í Þýskalandi og Úkraínumenn eiga von á umtalsverðu magni af þeim á komandi vikum og mánuðum. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó verið sakaðir um hægagang varðandi skriðdrekasendingar síðan Þjóðverjar heimiluðu þær. Pólverjar hafa heitið Úkraínumönnum minnst fjórtán skriðdreka en búið er að afhenda fjóra. Þurftu að berjast fyrir hverjum degi Selenskí sagði í ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði sýnt sig og sannað á undanförnu ári. „Við lifðum fyrsta dag stríðsins af. Við vissum ekki hvað annar dagurinn bæri í skauti sér en við skildum vel að við þyrftum að berast fyrir hverjum morgundegi og við börðumst,“ sagði Selenskí. „Við erum orðin ein fjölskylda. Það eru engir ókunnugir meðal okkar,“ sagði Selenskí. „Úkraínumenn hafa skýlt Úkraínumönnum, opnað heimili sín og hjörtu gagnvart þeim sem hafa þurft að flýja þetta stríð.“ Hann sagði að úkraínska þjóðin hefði þurft að þola margt á undanförnu ári. Stórskotaliðsárásir, klasasprengjur, stýriflaugar, sjálfsprengidróna, rafmagnsleysi og kulda. Það hefði ekki dugað til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur og að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að sigra Rússa á þessu ári. On February 24, millions of us made a choice. Not a white flag, but the blue and yellow one. Not fleeing, but facing. Resisting & fighting. It was a year of pain, sorrow, faith, and unity. And this year, we remained invincible. We know that 2023 will be the year of our victory! pic.twitter.com/oInWvssjOI— (@ZelenskyyUa) February 24, 2023 Hart barist í austri Þó ár sé liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir hermenn og rússneskir barist í austurhluta landsins frá árinu 2014, þegar aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýstu yfir sjálfstæði og með aðstoð Rússa börðust gegn úkraínska hernum. Enn er barist í þessum tveimur héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Rússar hafa staðið í umfangsmiklum árásum þar en án mikils árangurs hingað til. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Tengdar fréttir Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31
Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53