Sundföt leyfð í nektarnýlendu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. febrúar 2023 16:15 Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Getty/Jens Büttner Hæstiréttur Spánar hefur bannað húsfélagi nektarnýlendu á Suður-Spáni að meina fólki í sundfötum aðgang að sundlaugum hverfisins. Dómararnir telja bannið brot á jafnræðisreglunni. Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur. Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur.
Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira