Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 13:01 Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. EPA/SHAWN THEW Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. Hann sagði að aðrir myndu á endanum fá aðgang að myndefninu, sem er fangar um fjörutíu þúsund klukkustundir. Í samtali við blaðamann Washington Post í gær sagði McCarthy að fjölmiðlafólk reyndi alltaf að sitja eitt á fréttum sínum. Tucker Carlson hefði beðið um efnið og hann hefði beðið um að sitja einn á því. „Svo ég leyfði honum að koma og sjá það en allir munu fá það,“ sagði McCarthy. Hingað til hefur þingforsetinn forðast það að svara spurningum um samkomulag sitt við Carlson, sem tilkynnti í síðustu viku að hann og hans starfsfólk hefðu aðgang að myndefninu. Þetta fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt af Demókrötum og forsvarsmönnum fjölmiðla en Carlson hefur iðulega notað vinsælan sjónvarpsþátt sinn á Fox News til að gera lítið úr árásinni á þinghúsið, dreifa samsæriskenningum um árásina og til að ýta undir málstað þeirra sem réðust á þinghúsið. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að McCarthy sé einnig hlynntur því að þeim tæplega þúsund manns sem hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið aðgang að myndefninu. Þá segir fréttaveitan að þegar McCarthy tilkynnti öðrum Repúblikönum ákvörðun sína um að deila myndefninu með Carlson og Fox hefði því verið fagnað með lófaklappi. Ýtti undir lygar um kosningasvindl Þann 6. janúar 2021 réðust stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, á þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2020, þegar Joe Biden sigrað Trump. Trump hefur iðulega haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur en Carlson hefur dreift þeim ásökunum í þætti sínum, þó hann hafi í einrúmi sagt að ásakanirnar væru ósannar. Demókratar hafa einnig sagt að myndefnið geti verið notað til að opinbera öryggisráðstafanir í þinghúsinu. Er þar verið að ræða um þær leiðir sem þingmenn eru fluttir þegar rýma á húsið eða felustaði í húsinu, staðsetningar öryggismyndavéla og aðrar öryggisráðstafanir. Sjá einnig: Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl McCarthy gaf lítið fyrir þessar áhyggjur og sagði að Carlson sagðist ekki ætla að opinbera öryggisráðstafanir og að þinglögreglan væri meðvituð um málið. McCarthy sagðist líka ekki trúa því að Carlson myndi afvegaleiða áhorfendur sína varðandi árásina á þinghúsið. Þingforsetinn gagnrýndi rannsóknarnefndina sem mynduð var til að kafa í saumana á árásinni á þinghúsið fyrir að birta myndefni sem sýndi meðal annars flóttaleið hans frá skrifstofunni og flótta Mike Pence, þáverandi varaforseta sem mótmælendur sögðust vilja hengja. Aðrir Repúblikanar hafa tekið undir þá gagnrýni og segja rannsóknarnefndina hafa sýnt mikið viðkvæmt myndefni. Gagnrýni Repúblikana hefur einnig beinst að Alexöndru Pelosi, dóttur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta, sem birti myndefni sem hún tók upp þann 6. janúar 2021. Sjá einnig: „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Samband McCarthys og Carlsons hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Carlson hefur lengi verið gagnrýninn á McCarthy en dró þó í land með þá gagnrýni þegar sá síðarnefndi gerði atlögu að embætti þingforseta fyrr á þessu ári. Carlson veitti McCarthy þá stuðning. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. 22. febrúar 2023 09:05 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11 Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. 18. janúar 2023 10:38 McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Repúblikaninn Kevin McCarthy hefur verið kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir alls fimmtán tilraunir til að ná kjöri. Hópur Repúblikana, yst á hægri væng flokksins, hafði komið í veg fyrir að McCarthy næði kjöri. 7. janúar 2023 07:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Hann sagði að aðrir myndu á endanum fá aðgang að myndefninu, sem er fangar um fjörutíu þúsund klukkustundir. Í samtali við blaðamann Washington Post í gær sagði McCarthy að fjölmiðlafólk reyndi alltaf að sitja eitt á fréttum sínum. Tucker Carlson hefði beðið um efnið og hann hefði beðið um að sitja einn á því. „Svo ég leyfði honum að koma og sjá það en allir munu fá það,“ sagði McCarthy. Hingað til hefur þingforsetinn forðast það að svara spurningum um samkomulag sitt við Carlson, sem tilkynnti í síðustu viku að hann og hans starfsfólk hefðu aðgang að myndefninu. Þetta fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt af Demókrötum og forsvarsmönnum fjölmiðla en Carlson hefur iðulega notað vinsælan sjónvarpsþátt sinn á Fox News til að gera lítið úr árásinni á þinghúsið, dreifa samsæriskenningum um árásina og til að ýta undir málstað þeirra sem réðust á þinghúsið. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að McCarthy sé einnig hlynntur því að þeim tæplega þúsund manns sem hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið aðgang að myndefninu. Þá segir fréttaveitan að þegar McCarthy tilkynnti öðrum Repúblikönum ákvörðun sína um að deila myndefninu með Carlson og Fox hefði því verið fagnað með lófaklappi. Ýtti undir lygar um kosningasvindl Þann 6. janúar 2021 réðust stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, á þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2020, þegar Joe Biden sigrað Trump. Trump hefur iðulega haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur en Carlson hefur dreift þeim ásökunum í þætti sínum, þó hann hafi í einrúmi sagt að ásakanirnar væru ósannar. Demókratar hafa einnig sagt að myndefnið geti verið notað til að opinbera öryggisráðstafanir í þinghúsinu. Er þar verið að ræða um þær leiðir sem þingmenn eru fluttir þegar rýma á húsið eða felustaði í húsinu, staðsetningar öryggismyndavéla og aðrar öryggisráðstafanir. Sjá einnig: Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl McCarthy gaf lítið fyrir þessar áhyggjur og sagði að Carlson sagðist ekki ætla að opinbera öryggisráðstafanir og að þinglögreglan væri meðvituð um málið. McCarthy sagðist líka ekki trúa því að Carlson myndi afvegaleiða áhorfendur sína varðandi árásina á þinghúsið. Þingforsetinn gagnrýndi rannsóknarnefndina sem mynduð var til að kafa í saumana á árásinni á þinghúsið fyrir að birta myndefni sem sýndi meðal annars flóttaleið hans frá skrifstofunni og flótta Mike Pence, þáverandi varaforseta sem mótmælendur sögðust vilja hengja. Aðrir Repúblikanar hafa tekið undir þá gagnrýni og segja rannsóknarnefndina hafa sýnt mikið viðkvæmt myndefni. Gagnrýni Repúblikana hefur einnig beinst að Alexöndru Pelosi, dóttur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta, sem birti myndefni sem hún tók upp þann 6. janúar 2021. Sjá einnig: „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Samband McCarthys og Carlsons hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Carlson hefur lengi verið gagnrýninn á McCarthy en dró þó í land með þá gagnrýni þegar sá síðarnefndi gerði atlögu að embætti þingforseta fyrr á þessu ári. Carlson veitti McCarthy þá stuðning.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. 22. febrúar 2023 09:05 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11 Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. 18. janúar 2023 10:38 McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Repúblikaninn Kevin McCarthy hefur verið kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir alls fimmtán tilraunir til að ná kjöri. Hópur Repúblikana, yst á hægri væng flokksins, hafði komið í veg fyrir að McCarthy næði kjöri. 7. janúar 2023 07:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. 22. febrúar 2023 09:05
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10
Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11
Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. 18. janúar 2023 10:38
McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Repúblikaninn Kevin McCarthy hefur verið kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir alls fimmtán tilraunir til að ná kjöri. Hópur Repúblikana, yst á hægri væng flokksins, hafði komið í veg fyrir að McCarthy næði kjöri. 7. janúar 2023 07:56