Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2023 14:47 Rússneski hópurinn sem lýst hefur yffir ábyrgð á árásinni vill kom aVladimír Pútín, forseta Rússlands, frá völdum. AP/Mikhail Metzel Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira